Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 48
46
sem biðja, elska óvinina og náungann eins og sjálfan
sig. Til þess þarf mikinn mátt, meiri mátt en til þess
að byggja háar hallir og nema ný lönd.
Enginn getur unnið þjóð sinni og fósturjörð meira
gagn með öðru en því, að berjast gegn erfðasyndinni
í eigin hjarta, þeirri erfðasynd, sem krefst lífsgæð-
anna handa sjálfum sér, á kostnað bræðra og systra.
Aldrei fyrr hefur okkar fátæka og fámenna þjóð
verið meir þurfi fyrir máttuga menn og konur en ein-
mitt nú. En þann mátt þarf ekki fyrst og fremst að
nota til þess að reisa háar hallir og byggja stórar
brýr. Þjóðina skortir fyrst og fremst menn og konur,
sem gera það sem þau geta, sem vilja þaö sem þau
vita, sem gera háar kröfur, ekki fyrir sig, heldur fyrir
aðra. Hún þarfnast manna og kvenna, sem clcki ýta
bræðrum og systrum burt frá eldinum. Hún þarf ekki
menn, sem hrópa: krossfestið hann, krossfestið hann,
ef þeir heyra rödd sannleikans og kærleikans. Hún
þarf menn og konur, scm eru. máttug í sannleilca og
kærleilca.
PáU H. Jónsson.