Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 52
50
mál að koma upp fallegum skrúðgarði við húsið,
græða skóg, auka matjurtarækt, byggja gróðurhús,
láta gera tilraunir og efla kunnáttu og áhuga í
liverskonar ræktun.
Á Laugum eru góð skilyrði til alls, sem þar að lýt-
ur. Framfarir í þessum greinum eru lyftistöng sveit-
anna. Aukin prýði í ræktun gerir skólann að fegurri
dvalarstað, betra heimili, sannari menntastofnun. Það
mun reynast satt, er Hannes kvað: »Menningin vex
í lundi nýrra skóga«.
Sumarnáin baniii.
Frá 20. júlí til 20. ágúst í fyrra var haldið nám-
skeið fyrir börn á Laugum. Fyrrv. skólastjóri, Arnór
Sigurjónsson átti hugmynd og frumkvæði að þessari
nýbreytni og drýgstan þátt í því, að henni var hrint
í framkvæmd. Þessi tilraun gaf svo góða reynd, að
flest bendir á, að rétt sé að halda áfram á sömu braut.
í síðasta Ársriti er gerð grein fyrir þessu námskeiði
af Agli Þorlákssyni, kennara, sem veitti því forstöðu,
og má nokkuð marka árangurinn af hans unisögn. Er
það þó vitað mál, að slíkt verður aldrei metið í
krónum eða vegið á vog. Það er að vísu gott, að börn
læri sund og leiki, fari skemmtiferðir, kynnist lands-
lagi og náttúrufari, læri að þekkja jurtir og dýr, o.
s. frv., en hitt er þó meira um vert, að kaupstaða-
börn eigi gott heiwili tíma úr sumrinu fjarri götu-
ryki og misjöfnum félagsskap hjá góðu fólki í heil-
næmu sveitalofti »með sól í fangi og blóm við barm«.
Þá er og önnur hlið þessa máls. Snýr hún að skóJ-
anum sjálfum. Það er ekki lítils virði fyrir hann að
eignast vini nær og fjær. Takist þessi sumarnámskeið
vel í framtíðinni og komi börnin þaðan með góðar
endurminningar heim til sín, er betur farið qn heima