Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 55
Nokkur orð
frá stjórn Nemendasambands Laugaskóla.
Störf stjórnar N. L. hafa verið fábreytt eins og að
undanförnu. Fyrir utan hlutdeild sína í útgáfu ársrits-
ins, sem mistök voru á að ýmsu leyti, hefur hún rit-
að nemendafélögum annara héraðsskóla eftirfarandi
bréf:
»1 lögnm um héraðsskóla (frá 1929) er gengið út
frá því, að við hvern þeirra myndist félög brottfar-
inna nemenda, sem eftir visst árabil frá stofnun skól-
ans taki þátt í stjórn hans og verði honum að ýmsu
leyti til styrktar.
Félög þessi hafa þegar verið stofnuð við alla hér-
aðsskólana, en flest þeirra eru ung ennþá og því óséð,
hvað þau megna. Aðal starf hvers félags verður að
sjálfsögðu bundiö við þess eigin skóla, en til þess að
efla mátt þeirra út á við og auka kynningu á milli
skólana, virðist eðlilegt, að þau myndi samband sín
á milli.
Á móti Nemendasambands Laugaskóla, sem haldið
var á Laugum dagana 16.—18 júní 1933, var boðið
fulltrúUm frá nemendafélögum annara héraðsskóla,
með það fyrir augum að hægt yrði að undirbúa stofn-
un landssambands nemendafélaga. Ekki mættu full-
trúar nema frá tveimur félögum (frá Núpsskóla og
Reykjaskóla), svo að eigi gat neitt orðið af fram-