Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Side 56
54
kvæmdum á mótinu. Þó var það nokkuð rætt á mót-
inu og stjórn N. L. falið að semja drög að lögum fyr-
ir slíkt samband, og leita bréflega álits stjórnenda
annara nemendafélaga um nauðsyn og starfsmögu-
leika þess. Fylgir hér með frumvarp að lögum, sem
undirritaðir hafa samið fyrir hönd N. L.
Eins og lagafrumvarp þetta ber með sér, er það
einkum á þrennan hátt, sem hugsað er að sambandiö
leitist við að ná tilgangi sínum:
a) með tímaritsútgáfu.
b) með því að efla möguleika háraðsskólakennara
til þess að auka víðsýni sitt og þroska.
c) með því að vinna að aukinni kynningu með þeim
hluta þjóðarinnar, er hlýtur skyldasta menntun og
ætla má, að eigi flest sameiginleg áhugamál.
Sumir skólanna, eða nemendafélög þeirra, hafa þeg-
ar byrjað útgáfu rits, og má ætla, að þess yrði sakn-
að, ef sú starfsemi félli niður með öllu. En margt mæl-
ir með því, að út væri gefið aðeins eitt rit, sem kenn-
arar og nemendur allra skólanna stæðu að. Þar yrði
skýrt frá helztu nýungum á sviði alþýðufræðslunnar
utan lands og innan, og rædd þau mál, sem skólana
varða sérstaklega. En jafnframt yrði það boðberi
þeirra hugsjóna, er eldri og yngri nemendur skólanna
og aðrir vinir íslenzkrar alþýðumenningar hefðu fram
að flytja.
Við, sem þetta bréf skrifum fyrir hönd N. L., vænt-
um þess, að stjórnir annara nemendafélaga héraðs-
skólanna sýni okkur þá vinsemd, að svara bréfi okkar
og láta í ljósi skoðanir sínar um þessa hugmynd.
Lagafrumvarp okkar er samið og sent í því augna-
miði, að hægt sé að abhuga málið og ræða á ákveðn-
um grundvelli, en ekki við því búizt sem fullnaðar-
gjörð.