Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 58
56
Bréf þetta þarf lítilla skýringa við. En sambands-
félagar ættu að athuga lagafrumvarp það, sem fylgir,
ef til samþykktar kæmi á næsta nemendamóti.
Stofnun nemendasambands íslenzkra héraðsskóla á
líkum grundvelli og lagafrumvarp þetta bendir til,
ætti að gera nemendafélögin starfhæfari og marka
stefnu þeira ákveðnar, en verið hefir. Einnig ætti á-
hrifa þeira að gæta meir út á við, ef þau standa sam-
an.
Tímarit, gefið út af slíku sambandi og með stuðn-
ingi allra skólanna, ætti aö geta orðið víðlesið og á-
hrifamikið.
Nokkrum breytingum mundi stofnun allsherjarsam-
bandsins valda á fyrirkomulagi N. L. T. d. mundi út-
gáfu ársritsis verða hætt, eða það koma út sem eitt
hefti í tímariti því, sem fyrirhugað er. Fleiru mundi
líka verða að breyta, og er rétt, að sambandsfélagar
hugsi um þetta fyrir næsta sambandsmót.
Þorgeir Jukobsson.
Frumvarp
að lögum Nemendasambands íslenzkra héraðsskóla.
1. gr.
Nafn sambandsins er: Nemendasamband íslenzkra
héraðsskóla. Skammstafað: N. í. H.
2. gr.
í sambandinu geta verið öll nemendafélög íslenzkra
héraðsskóla, sem mynduð eru og starfa samkvæmt
gildandi lögum um héi’aðsskóla.