Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 59
57
3. gr.
Tilgangur sambandsins er að auka samvinnu og
kynningu íslenzkra héraðsskóla, og efla íslenzka al-
þýðumenningu.
4. gr.
Tilgangi sínum hyggst sambandið að ná með því:
a. að gefa út tímarit, er fjalli um þau mál, sem hér-
aðsskólana varða sérstaklega og það annað, er má
veröa til aukinnar alþýðumenningar.
b. Að hlutast til um, að kennarar héraðsskólanna
eigi kost á að kynnast starfsháttum líkra skóla
hér heima og erlendis, og vinna að því að koma á
kennaraskiptum á milli skólanna eitt og eitt starfs-
tímabil.
c. Að halda fulltrúamót nemendafélaga til skiptis í
skólunum.
5. gr.
Nemendafélögin skulu kjósa fulltrúa á fulltrúamót
sambandsins. Hafa þau rétt til að senda einn fulltrúa
fyrir hvert hundrað félaga, unz félagatala hefur náð
fimm hundruðum, eftir það einn fyrir hver tvö
hundruð.
6. gr.
Sambandið heldur fulltrúamót annaðhvort ár til
skiptis í héraösskólunum. Stai'f mótsins er að ræða
um málefni sambandsins fyrir næsta starfstímabil, og
önnur mál, sem fyrir sambandið kunna að koma. Full-
trúamót er lögmætt, hafi verið formlega til þess boð-
að og ef mættir eru fulltrúar frá meirihluta þeirra fé-
laga, sem í sambandinu eru. Einfaldur meirihluti at-
kvæða ræður úi’slitum mála.