Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 63
61
þurfa að sækja mótið þá. — Móttaka og dvöl á Laug-
um verður með líku sniði og undanfarin mót, þannig
að séð verður fyrir fæði mótsgesta, en að hver hafi
með sér teppi til að sofa við. Er full ástæða til að
minna á að láta það ekki bregðast. Hefur það valdið
vandræðum fyrir þá, er hafa séð um móttöku, hve
fáir hafa sinnt þessu sjálfsagða atriði.
Undirbúningur fyrri móta hefur verið svo lítill frá
hálfu stjórnarinnar, sem mest gat verið, en í tilefni
af tíu ára afmæli skólans, verður hann nokkru meiri
að þessu sinni. Sömuleiðis er þess vænzt, að félagar
leggi meira af mörkum til skemmtunar, en verið hef-
ur: Flytji ræður eða lesi upp kvæði, eftir því sem
föng eru til.
Vegna þeirra, er sjá um móttöku gesta um nem-
endamótið, þurfa þeir félagar, er ætla sér að sækja
mótið, að láta mig vita um komu sína svo snemma
sem þeir geta. Allur undirbúningur er hægari, ef vitað
er, hversu margra má vænta.
Að endingu vil ég ítreka það, að við mætum sem
flest, til að minnast tíu ára starfsemi skólans og taka
afstöðu til þcirra mála, sem nefnd eru hér að framan.
Þorgeir Jakobsson.