Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 64
Við Tröllhettu
Straumurinn ólgar. öldurnar rísa og falla. Rastir
þeirra steypast af berginu og sogast inn í iðuna. Nýj-
ar bylgjur myndast, og faldar þeirra rísa hátt. Gol-
an kembir hárin, er hún sjálf lætur vaxa á hvirfli
báranna. En líf þeirra er stutt. Hringiðan er gröfin,
sem veitir þeim hvíld.
Ég horfi á fossaföllin. Augu mín fylgja þeim ofan
í straumiðuna. Væri það ekki karlmannlegt að berast
sjálfur með, og láta fossinn kasta sér í hylinn? Fag-
ur dauðdagi. Vissulega. — Nei. Enginn dauðdagi er
fegurri en lífið sjálft.
Minnir ekki fossinn þig á lífið? Er hann ekki dá-
samlegur, voldugur og miskunnarlaus eins og það?
Hann er líka í ánauð. Aðeins lítill hluti hans fær
að vera frjáls. Hitt er beizlað fjötrum og rænt fegurð
sinni. — öldurnar koma fram á brúnina, knúðar af
orku, sem föstu lögmáli lýtur. Ef til vill skapar sama
valdið lifsaflið og hana. — öldurnar koma og fara.
Þær stefna allar að sama marki og flýta sér, — eins
og mennirnir. Svo falla þær af brúninni í stríðum
streng.
Niðri í flúðunum myndast nýjar öldur. Steinarnir
þar beina straumröstunum leið og ráða stefnu þeirra
og falli. Þeir láta þær rísa og hníga, beygja til hægri