Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 68
Laugamannaannáll.
í síðasta árgangi Ársritsins var ekki birt nein
skýrsla um brottfarna nemendur. Vildi því stjórn
sambandsins gera nú all ítarlegan annál, og skrifaði
•þess vegna allmörgum gömlum nemendum víðsvegar
um land, til þess að afla upplýsinga. En einungis ör-
fáir þeirra svöruðu, og verður frásögnin því allmikið
ónákvæmari en æskilegt hefði verið. útgefendum Árs-
ritsins verður ókleift að halda slíkri greinargerð á-
fram, nema þeim komi frekari hjálp en verið hefur,
frá hinum gömlu nemendum. Við, sem þennan annál
ritum, fylgjum þeirri reglu að geta allra þeirra, sem
við vitum hvar eru.
Anna Guðmundsdóttir er ljósmóðir í Höfðahverfi.
Hún er gift Þorbimi Áskelssyni, og eru þau búsett í
Grenivík. — Birna ólafsdóttir er gift Friðriki Helga-
syni. Þau eru á Birnufelli. — Einar Karl Sigvaldason
stýrir búi móður sinnar á Fljótsbakka. — Helga Þór-
arinsdóttir er gift og býr á Raufarhöfn. — Jón
Bjamason er til heimilis í Hellnaseli. Hann vann að
húsbyggingu í Múla í vor. — Ragnar A. Þorsteinsson
er kennari við barnaskólann á Eskifirði. — Sigrún
Ingólfsdóttir er heima i Fjósatungu. Hún hafði vefn-
aðarnámskeið í húsmæðraskólanum á Laugum í vor,
ásamt Halldóru Sigurjónsdóttur. — Sigurbjörg Sig-
urjónsdóttir var í húsmæðraskólanum s. 1. vetur, en