Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 79
71
um í sumar. — Ingvwr Björnsson var í II. bekk
Menntaskólans á Akureyri í vetur, en er heima á Brún
í sumar. — Jóhanna Þorsteinsdóttir er á Akureyri. —
Sigfús Jónsson er heima á Einarsstöðum. — Sigurður
Karlsson er heima á Veisu. — Sigvaldi Þorleifsson
var heima í ólafsfirði s. 1. ár. — Þórgunnur Loftsdótt-
ir er heima á Böggversstöðum. — Emilia Guðnmnds-
dóttir var á húsmæðraskólanum á Laugum s. 1. vetur.
Amór Sigurjónsson dvelur í Reykjavík og starfar
í milliþinganefnd í launamálum. Helga rekur bú þeirra
á Hjalla. — Árný Filippusdóttir er í Reykjavík og
stundar ýmiskonar handavinnu og heldur námskeið í
þeirri grein, nú síðast að Núpi í Dýrafirði í vor. —
Björn Sigfússon lauk prófi í íslenzkum bókmenntum
við Háskóla íslands í vor, og er ásamt konu sinni
heima í Múla í sumar. — Guðfinna Jónsdóttir er
heima á Hömrum. — Kristjana V. Hannesdóttir var
við barnakennslu í Stykkishólmi í vetur. — Axel Gtið-
nmndsson vinnur að ritstörfum í Reykjavík. — Áskell
Sigurjónsson og Dagbjört Gísladóttir búa á Litlu-
Laugum. — Sólveig Ásmundsdóttir er kaupakona á
Hjalla í sumar. — Freydís Siguröardóttir er gift Geir
Kristjánssyni. Þau búa í Álftagerði við Mývatn. —
Þorbjörg Hallsdóttir er heima á Steinkirkju.
Af verklegum framkvæmdum, sem gerðar hafa ver-
ið á Laugum síðan síðasti annáll var skrifaður, er
bygging rafmagnsstöðvarinar merkust. Hún var byggð
síðastliðið sumar. Stöðin var reist suður með Reykja-
dalsá að vestan, gegnt Laugabóli, og er um 1000 metra
leiðsla þaðan heim að skólanum. Hún tók til starfa
daginn eftir að skólinn var settur s. 1. haust.
Stöðin veitir um 60 hestöfl og er því rafmagnið
nægilegt til ljósa og suðu í skólunum báðum. Auk
þess er það notað til ljósa og nokkuð til suðu á þrem-