Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Side 82
Sumardýrð.
Þú sérö ekki alla sumarsins dýrö,
ef þú sérð ekki daginn fæðast. —
---------Ég efaðist ekki úm, að þú mundir koma,
því að ég veit ekki hvers orðum mætti treysta, ef ekki
þínum.
Nú hefja svanirnir á Laugarhólsvatni sig til flugs
og stefna með lágróma kvaki inn með dalbrekkunni,
fljúga hærra og hærra, unz þeir hverfa inn yfir heið-
arbrúnina í áttina til Gullkistuvatna. — Og nú er þrá
okkar tveggja ein og hin sama og hún kallar okkur
hærra og hærra til fjallsins, upp á tindinn, sem hæst
ber og fyrstur heilsar nýjum degi.
• Við skulum ganga hérna upp eftir gilinu, því aö
það er svo hressandi að mæta þessum smálækjum, sem
hjala og hlæja í sífellu, það veður svo á þeim, líkt og
á börnum, sem eru að segja frá einhverri undursam-
legri nýjung, er þau hafa heyrt eða séð. — Hér eru
líka »smávinir fagrir« viö hvert fótmál. Sjáðu t. d.
fjalldalafífilinn, sem lýtur hérna niður að fjólunni
og er því líkt sem hann sé að ræða við hana trúnað-
armál á sína vísu. En hún er undirleit og eins og feim-
in við þenna hávaxna hefðai'fífil. — Og héma, sko! —
Þetta er reyndar bara mjúkur dýjamosi, alsettur
daggardropum, en er hann þó ekki dýrðlegri mörgu
því djásni, sem drottningum þykir sæma?