Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Side 86
Ö4
lýsir blessun drottins yfir söfnuði hans. Og nú stönd-
um við upp og hattinn tek ég ofan, eða er ekki því
líkt, sem við séum í musteri stödd, því musteri, sem
að tign og fegurð ber svo langt af musterum þeim,
sem menn hafa reist, sem skærasta sól ber af litlu
kertaljósi«.
»Og það er eins og náttúran þori varla að anda,
en þúsundir af verum í djúpri hrifning standa«.
— Líttu á Lönguhlíðarfjöll, hvernig þau teygja efstu
tindana tvo, snævi þakta, upp í morgunljómann, líkt
og barn i vöggu, sem réttir hendurnar, æskuhreinar
og rósfagrar í áttina til móður sinnar. —
En hvað er þarna yfir Álfheimafelli? Er það ör-
lítið ský, geislagulli kögrað? — Eða hefir máske ein-
hver ævintýraprinsinn stigið á klæðið sitt góða, þar
lengst, lengst suður í blámóðu öræfanna, mælt fram
töfraorðin: »Fljúgðu, fljúgðu klæði«, og fer nú þarna,
fjöllunum ofar?
— Hlustaðu bara! — Er þetta ekki dásamlegur lof-
söngur til ljóssins og lífsins, þótt það sé aðeins sól-
skríkjan þarna á klettasyllunni, sem syngur? — Svona
innilega lífsgleði hef ég aldrei heyrt í söng mannanna,
og það þótt snillingar séu kallaðir. —
Finnur þú ekki barm þinn þenjast út, eins og til
að rúma betur allan unað þessarar stundar?
Geturðu hugsað þér, að þú mundir nú vilja skifta
kjörum við nokkurn þann, sem sefur sætt og rótt í
albezta rúmi? — Það mundi ég ekki heldur vilja. —
Þóyrður Jónsson.
Aths.
Þessi brot komu svo seint í mínar hendur, að búið
var að setja Ársritið að mestu leyti. Annars hefði
ég fremur kosið þeim rúm á öðrum stað í ritinu
Þ. G.