Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 87
Ársriiið.
Ársritið er nokkru seinna á ferð, en til var ætlazt.
Stafar það af því, hve seint efnið í það kom í mínar
hendur, og sumt af því, sem ég gerði mér vonir um,
kom alls ekki, eða allt of seint, til þess að það gæti
birzt. Einkum saknaði ég efnis frá núverandi kenn-
urum skólans og nemendum síðasta vetrar. Ritið ætti
að vera borið uppi af þeim, meira en af gömlum nem-
endum, eins og nú er.
Ég afréð að haldá ritinu í svipuðu formi og verið
hefur. Næsta nemendamót á að taka ákvörðun um
framtíð þess. Nýja myndin af skólanum, sem prentuð
er á kápu og titilblaði, er tekin af mér 2. júlí í sumar.
Mér er það full ljóst, að ritinu er í mörgu ábóta-
vant frá minni hendi. Veldur því meðfram fjarlægð
frá skólanum og nemendum hans og ýmis vanefni mín,
að ýmsum þáttum, sem snerta skólann og nemendur
hans, er algjörlega sleppt, en aðrir minna raktir, en
æskilegt hefði verið.
Þó vona ég, að ritið verði Laugamönnum kærkomið,
eins og verið hefur. Bæði ég og aðrir, sem að ritinu
standa, eru í þakkarskuld við Prentsmiðju Odds
Björnssonar fyrir vel unnið starf, lipurð og kurteisi.
Loks þakka ég öllum, sem hafa veitt stuðning ritinu,
síðast en ekki sízt Konráð Vilhjálmssyni kennara, sem
hefur lesið með mér prófarkir.
Þ. G.