Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Side 93
91
Námsgreinar, kennslustundafjöldi, ndmsbœkur. •
Sameiginleg' kennsla var í þessum greinum: Leikfimi. Pilt-
ar höfðu 6 stundir á viku og stúlkur 4 stundir. Auk þess marg-
ir aukatímar, þannig síðari. hluta vetrarins 3 stundir á viku.
Söngur. Piltar 2 st.; stúlkur 2 st., blandaður söngur 2 st.
Fornbókmenntir. Egilssaga (útgáfa Sig. Nordals) lesin og
skýrð, fyrst 1 st., seinna 2 st. á viku.
•
Yngri deild.
Iiennslubækur og námshættir.
ÍSLENZKA: 4 st. á viku. Notuð málfræði Benedikts Björns-
sonar. Mest áherzla lögð á beygingafræði. Skriflegar greining-
ar oft og nokkrar sérstakar æfingar í réttritun. Auk þess einn
heimastíll (ritgerð) vikulega.
DANSKA. 3 st. á viku. Kennslubók í dönsku eftir Jón Ö-
feigsson og' Jóh. Sigfússon. f A. annað hefti allt og nokkuð út
í 3. hefti. í B. 1. hefti allt og nokkuð af 2. hefti.
ENSKA. 3 st. á viku. Geirsbók; kaflar á víð og dreif um
alla bókina. Skriflegar æfingar oft.
ÍSLENDINGASAGA. 3 st. á viku. fslendingasaga Arnórs
Sigurjónssonar, aftur á bls. 339.
LANDAFRÆÐI og FÉLAGSFRÆÐI 3 st. á viku. Landa-
fræði Bjarna Sæmundssonar. Þjóðskipulag' eftir Ben. Björnsson.
NÁTTÚRUFRÆÐI. 3 st. á viku. Plönturnar eftir Stefán
Stefánsson.
HEILSUFRÆÐI. 2 st. á viku. Líkams- og' heilsufræði eftir
Ásgeir Blöndal.
REIKNINGUR. 3 st. á viku! Reikningsbók Ólafs Daníelsson-
ar að jöfnum.
TEIKNING. 2 st. á viku. Piltum kennd fríhendisteikning'.
SUND. 3 st. á viku.
SAUMAR. 4 st. á viku. Stúlkum kennt útsaumur og ein-
faldur fatasaumur.
SMÍÐAR. Tekin var upp sú nýbreytni, að smíðakennsla fór
fram á laugardögum eing'öngu. Féll niður annanhvorn laugar-
dag öll bókleg kennsla hjá öðrum deildarhelming, og miðast
kennslustundatala hér að ofan við hina vikuna. Auk þess sem
piltar þá smíðuðu í 2 flokkum, 4 st. hvor, þvoðu nemendur þá
þvott sinn. — Smíðað var: 10 stólar, 2 borð, 1 svefnbekkur, 2