Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 95
kjóla, 5 pokabuxur á stúlkur, 1 kvenvesti, 5 pils, 7 blússur; 9
leikfimiföt.
Nokkrir nemendur höfðu aukakennslu í ensku, hljóðfæra-
slætti og leikfimistjórn.
Próf.
Próf byrjuðu 4. apríl og' var lokið 19. apríl. 60 nemendur
gengu undir próf að einhverju leyti. Þau voru nú skrifleg í
öllum bóklegum greinum nema dönsku. Höfðu um veturinn
verið tekin skrifleg skyndipróf í nokkrum greinum, m. a. til
giöggvunar á slíkum prófum fyrir nemendur.
Prófdómendur voru þessir: Séra Hermann Hjartarson,
Skútustöðum og Tryggvi Sigtryggsson, bóndi, Laugabóli, skip-
aðir af fræðslumálastjórninni.
Frú Bergþóra Davíðsdóttir í hljóðfæraslætti.
Ungfrú Sigurbjörg Sigurjónsdóttir í ensku.
Ungfrú Kristjana Pétursdóttir forstöðukona Húsmæðraskól-
ans og frú Halldóra Sigurjónsdóttir kennslukona Húsmæðra-
skólans dæmdu um sauma.
Gefnar voru í y. d. og e. d. tölulegar einkunnir eftir stig-
anum 0 til 10 með bilinu 0,5, en umsagnir í sérnámi verklegu
deildarinnar.
Aths. Nr. 3. Aðalnám smíðar og íþróttir.
Nr. 7. Aðalnám íþróttir.
Nr. 8. Aðalnám íþróttir. Hafði sérnám í ensku.
Nr. 9. Hafði sérnám í ensku.
Nr. 11. Aðalnám íþróttir.
Nr. 13. Hafði sérnám í ensku.