Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 98
06
2. Karólína Sumwrliöadóttir.
Úrlausnir í saumum mjög góðar.
Umbϒur.
Rafstöð skólans var tekin til notkunar þegar í vetrarbyrjun,
og hafði skólinn nóg rafmagn til Ijósa og suðu. Á skólahúsun-
um var komið fyrir sterkum útiljósum, er lýsa vel upp kring-
um þau. Af innanstokksmunum bættust við 7 klæðaskápar og
áðurtaldir smíðamunir pilta úr y. d. Nokkuð var unnið að lag-
færingu á lofti leikfimihússins. Var þar m. a. þiljuð af fata-
geymsla og útbúið nýtt nemendaherbergi. Auk þess voru um
haustið allmörg herbergi í skólanum máluð og á annan hátt
sett í lag. f bókasafnið var keypt nokkuð af bókum og' annað-
ist það nefnd, er nemendur kusu. Önnur söfn og áhöld skólans
jukust ekkert.
Skólalíf.
Vökuhringing var kl. 7.30, tímar byrjuðu kl. 8.10, morgun-
verður kl. 8.45—9.10, útivist kl. 11—12 (hjá stúlkum þó að-
eins annanhvern dag, hina frá 3—4), miðdegisverður kl. 12,
leikfimi stúlkna kl. 2—3, leikfimi pilta kl. 3—4, síðdegisdrykk-
ur kl. 4, og var þá kennslu að mestu lokið, kveldverður kl. 7,
hætt umferð á göngum kl. 10.30. Nemendur létu ljós lifa að
vild í herbergjum sínum, og utan íbúða voru þau ekki slökkt
á nóttum. Reykingar voru bannaðar innanhúss.
»Málfundafélag Laugaskóla« var stofnað um haustið og var
í því nálega allt heimafólk. Hélt það uppi fundastarfsemi og'
sá um skemmtanir um helgar og' endranær, gaf út skólablað,
»Skólabjölluna«, o. s. frv. Seint í marz hélt það samkomu fyrit
almenning og var vel sótt. Bauð það þangað sem gestum sín-
um Bárðdælingum öllum, er koma vildu, í þakkarskyni fyrir
viðtökur þær, er Laugamenn höfðu hlotið í Bárðardal árið áð-
ur, er þeir fóru þangað skemmtiferð. Um leið fór fram kapp-
glíma Sambands þingeyskra ungmennafélaga. Félagið ákvað,
að láta tekjuafgang sinn, sem fólst í félagsgjöldum og hag-
ræði af samkomu þessari, að upphæð kr. 217.50, renna til skól-
ans, og skyldi honum varið til að kaupa skuggamyndavél. —.
Skemmtiferðir voru farnar í nóv. upp í Reykjahverfi að skoða
hverina þar, og í aprílbyrjun upp í Mývatnssveit, að Skútu-