Aðventfréttir - 01.01.2003, Page 19

Aðventfréttir - 01.01.2003, Page 19
okkur með áherslu á að gera okkur hæf- ari boðendur, í samræmi við ýmsar þær hugmyndir og aðferðir, sem hafa verið notaðar í Noregi (Process in Norway). Við hlökkum virkilega til þessarar helgi síðar á þessu ári. Ýmislegt Við skipulögðum árlegar skíðaferðir undanfarin tvö ár og þær hafa heppnast mjög vel. Því miður gerði snjóleysið áætlanir okkar á þessu ári að engu. Við höfum líka komið saman á Hlíð- ardalsskóla nokkrar helgar og fjallað um ýmis málefni er varða æskuna. Þetta er nokkuð sem við þurfum að gera oftar og skapa þannig ný tækifæri til uppbygg- ingar samfélagsins og gera æskuna hæf- ari til þjónustu. Tónlistarnefnd unga fólksins er að athuga með nýja tónlist til að nota. A síðustu árum hefur verið samið mikið af góðri tónlist og við viljum nýta okkur það. Það er mikilvægt að nota nútíma sálma í háum gæðaflokki, og texta sem skrifaðir eru á máli sem höfðar til nú- tíma fólks. Við höfum rætt við æskulýðsdeild Noregs varðandi það hvort við getum sameinast þeim í trúboðsferðum sem þeir skipuleggja á hverju ári. Eg er viss um að það væri fjarskalega gagnlegt fyr- ir unga fólkið okkar, gæti það tekið þátt í þess háttar verkefni, það getur víkkað skilning okkar á menningu annarra, og opnað augu okkar fyrir þeirri sáru neyð Kirkja Sjöunda Dags Aðventista 35. aðalfundur Skýrsla Róðsmennskudeildar Guð veitir þér stöðugt blessanir lífs þíns, og ef hann biður þig að útdeila gjöfum hans með því að hjálpa til við ýmsa þætti verks síns, er það tímanlegur og andlegur hagnaður fyrir sjálfan þig að gera það og viðurkenna Guð þannig sem gjafara allra blessana. Sem meistari starfsins samstarfar Guð með mönnum í að tryggja þeim þau efni sem þeir þurfa til uppihalds síns, og hann ætlast til að þeir samstarfi með sér í frelsun sálna. Hann hefur lagt upp í hendur þjóna sinna efnin sem til þarf til að halda uppi heimsins sem við getum hjálpað við að bæta úr. Lokaorð Að lokum eru tvö atriði sem ég vil nefna í sambandi við æskulýðsstarfið undanfarin tvö ár. í fyrsta lagi: Mikilvægi þess að breyta æskulýðsstarfinu úr því að vera bara skemmtun fyrir unga fólkið, en virkja það þess í stað til vitnisburðar og þjónustu. Þetta þarf að þróa markvisst í framtíðinni. Það eru mistök að halda að það þurfi að skemmta unga fólkinu með- an „fullorðnir11 sjá um að boða. Boðun er starf sem við erum öll þátttakendur í. Ellen G. White segir skýrt og skorinort, að á síðustu tímum þegar söfnuðurinn vinnur lokastarfið við boðun síðari komu Krists, verður unga fólkið þar í far- arbroddi. I öðru lagi: Þörfin fyrir að einbeita sér að unglingunum. Æskulýðsstarfið leggur oft áherslu á fólk sem er í kringum tvítugsaldurinn. Á þeim aldri er unga fólkið í venjulegum skilningi orðið full- orðið, þessvegna er lögð þessi áhersla á að þessi aldurshópur geri sér grein fyrir því hvað það er að vera kristinn - og deili fagnaðarerindinu með þeim sem hafa ekki heyrt það áður. Ég trúi því að í framtíðinni þurfi æskulýðsstarfið í heild- ina tekið að leggja meiri áherslu á yngri aldurshópana, unglingana, á því tímabili ævinnar tekur unga fólkið oft ákvarðan- ir sem varða allt líf þeirra, ákvarðanir um líf þeirra í framtíðinni með Guði. Við höfum vanrækt þennan aldurshóp undanfarið. Eins og nýlegar kannanir sýna, hafa flestir fullorðnir sem tilheyra kirkjunni í dag, tekið ákvörðunina um að fylgja Kristi þegar þeir voru á aldrin- um 12-13 ára, svo það er mjög áríðandi að við tryggjum þessum unglingum næga athygli. Ég hef haft mikla ánægju af því að vinna með æskunni undanfarin ár og þakka öllu unga fólkinu sem hefur fórn- að heilmiklu af tfma sínum og kröftum í starfinu með mér. Æskulýðsstarfið býður upp á mikla möguleika vaxtar- og þroska og er spennandi verkefni fyrir næstu ár. Gavin Anthony, formaður Biblíuskólinn á Hlíðardalsskóla Biblíuskólinn á Hlíðardalsskóla var með námskeið fyrir börn í byrjun júní 2003. Skólinn stóð fyrir barnaguðs- þjónustu í Þorlákskirkju í Þorláks- höfn hvíldardaginn 14. júní, þar sem krakkarnir í Biblíuskólanum tóku virkan þátt. Allir voru velkomnir en krakkarnir buðu sérstaklega öllum Þorlákshafnarbúum á guðsþjónust- una. Samkoman var vel sótt og tókst með ágætum. starfi hans í trúboðsstarfi heima og er- lendis. En ef einungis helmingur fólksins gerir skyldu sína, mun fjárhirslan ekki hafa nægilegt fjármagn, og margir þætt- ir starfs Guðs verða að falla niður. Guð kallar á starfskrafta. Þörf er á persónu- legu starfi. En endurfæðing kemur fyrst; að leitast eftir frelsun annarra kemur næst á eftir. (bls. 30-31) Hugsjón og markmið Ráðsmennsku- deildarinnar er að: • vekja safhaðarfólk til meðvitundar um að það sé ráðsmenn Guðs, • að það geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem það felur í sér að vera ráðsmaður Guðs, • að allt sem við erum og allt sem okk- ur er gefið er frá Guði komið, • að opna umræðu um blessanir Guðs okkur til handa. Til að opna umræðuna um blessanir Guðs okkur til handa hefur verið reynt að birta ársfjórðungslega yfirlit yfir tíund og gjafir frá söfnuðunum í Fréttabréfinu. Einnig hefur skrifstofan aflað sér gagna, bóka og myndbanda um ráðsmennsku og fjármál sem safnaðarfólk getur nálgast. Bókin Ráðleggingar varðandi ráðs- mennsku eftir Ellen G. White er enn til hjá Frækorninu og mælist ég eindregið til þess að allir lesi þessa bók, því hún virkilega vekur mann til umhugsunar. Við öll erum ráðsmenn Guðs og okk- ur hefur verið falið hlutverk þar til hann kemur aftur. Tökum það alvarlega og með þakklæti að Guð skuli fela okkur slíkt hlutverk. Er eftirfarandi tungumál hjarta þíns: „Ég er algerlega þinn, frelsari minn; þú hefur greitt lausnargjaldið fyrir sál mína, og allt sem ég er eða vonast nokkurn tíma til að verða er þitt. Hjálpa mér að öðlast efni, ekki til að sóa þeim heimskulega, ekki að láta eftir dramb- inu, heldur til að nota það þfnu eigin nafni til dýrðar.“ (bls. 30) Harpa Theodórsdóttir Túvitnanir eru teknar úr bókinni Ráðlegg- ingar varðandi ráðsmennsku eftir Ellen G. White, gefin út af Bókaforlagi aðventista, Reykjavtk, 1984. Aðventfréttir 19

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.