Aðventfréttir - 01.01.2003, Qupperneq 24
Bréf frá Newbold
21. febrúar 2003
Kæri vinur
Þar sem ég sit í skrifstofunni minni
horfi ég yfir til Salisbury Hall og bóka-
safnsins. Enda þótt vetrarsvalinn ráði
enn ríkjum skín blessuð sólin í dag.
Nemendur eru á leið í tíma og bráðlega
munu þeir fara yfir í matsalinn til að fá
sér að borða. Fyrir nokkrum dögum var
útsýnið allt annað. Þá var snjór og nem-
endurnir flýttu sér út til að búa til snjó-
karla og koma öðrum nemendum og
starfsfólki á óvart með snjóboltaskot-
hríð. En í björtu sólskini dagsins í dag
hafa fjórir nemendur komið sér fyrir á
bekk framan við bókasafnið. Þeir beils-
ast með vinalegu handabandi og einn
þeirra segir frá einhverju sem vekur mik-
inn hlátur. Nokkru fjær mætast tvær
stúlkur á stígnum, faðmast og óska hvor
annarri velfarnaðar við að aðlagast skób
anum og enskum háttum. Það er upp-
örvandi að sjá þessa hópa ungs fólks frá
hinum ýmsu löndum búa saman í sátt og
samlyndi. Það er ekki svo algengt að fólk
frá 60 ólíkum þjóðum finni friðsæld á
sameiginlegu heimili.
Það er einnig ánægjulegt að ganga
um skólann. Ég sé og finn áhuga nem-
enda á náminu. I nokkrum skólastofum
sitja nemendur við lítil borð og hlæja
saman meðan þeir gera sitt besta til að
læra ensku. I öðrum stofum eru nemend-
ur uppteknir við nám í sögu, markaðs-
fræðum eða grísku. I einum bekknum er
nemandi að prédika fyrir hinum guð-
fræðinemunum eins og þeir væru nýir
meðlimir safnaðarins. Ég finn hve sterk
áhrif nemendurnir hafa hver á annan og
sé jákvæð áhrif starfsfólks skólans.
Nemendurnir sýna hver öðrum sam-
úð og stuðning í hinum margvíslegu
kringumstæðum sem skapast geta. Þegar
ein stúlkan missti móður sína tóku
margir nemendur sig til og söfnuðu pen-
ingum svo hún kæmist aftur í skólann
eftir jarðarförina. Samþykkt var einróma
innan skólans að sleppa kvöldmat þris-
var sinnum og láta þann kostnað sem
við það sparaðist fara til munaðarleys'
ingjahælis í Rúmeníu. I öðru tilfelli
söfnuðumst við öll saman til að biðja
fyrir fjölskyldu eins nemendans, sem
orðið hafði fyrir þeirri sorg að missa barn
í fæðingu.
Þegar ég geng um skólasvæðið á
hvíldardeginum sé ég ýmislegt sem eyk-
ur bjartsýni mína á framtíðina. Unga
fólkið sem mun taka við leiðtogahlut-
verkum innan kirkjunnar. A meðan
hvíldardagsskólinn stendur yfir lít ég inn
til unga fólksins þar sem eitt þeirra hef-
ur tekið að sér að leiða umræðuna, og er
þannig gott fordæmi öðrum lítt yngri.
Ég mæti á nokkrar guðsþjónustur, sumar
í Newbold kirkjunni, aðrar í Salisbury
Hall. Nemendur Newbold sækja þessar
guðsþjónustur og stjórna mörgum þeirra.
Á föstudagS' og laugardagskvöldum taka
nemendur þátt í ýmsu því sem boðið er
uppá á svæðinu. Ég finn eldmóð nem-
endanna þar sem þeir og fjölskyldur
þeirra sameinast í söng. Ég heyri und-
urfagra tónlist og orð á króatísku, rúss-
nesku, kóresku, igbo og swahili.
Auðvitað er ekki allt fullkomið á
Newbold. Sumir nemendur eiga í erfið-
leikum með námið, aðrir þurfa að sækja
um fjárhagsstuðning og ég bið með þeim
um leiðsögn og visku þeim til handa.
Hluti starfsfólksins hefur átt við veikindi
að stríða og við finnum til með þeim í
þjáningum þeirra. Sumir hinna ungu
kjósa að endurnýja ekki heit sín við
Krist. Það hryggir okkur en dregur ekki
úr okkur kjarkinn. Minningarnar frá
Newbold munu fylgja þeim það sem eft-
ir er ævinnar. Ég hef oft talað við fyrr-
verandi nemendur. Þeir fara lofsamleg-
um orðum um skólann. Ég skynja vænt-
umþykjuna í röddum þeirra þegar þeir
minnast skólasystkina sinna, starfsfólks-
ins og jafnvel matarins! Vera þeirra á
Newbold og það sem þeir upplifðu þar
hefur haft þýðingarmikil áhrif á líf þeir-
ra.
Þökk fyrir að ganga með mér um
Newbold og fyrir áframhaldandi stuðn-
ing þinn við skólann.
David S. Penner, skólastjóri.