Heimilisritið - 01.08.1943, Side 50

Heimilisritið - 01.08.1943, Side 50
Stúlkan í borginni EIMSKIPIÐ var nýlega lagzt upp að uppfyllingunni. Það var seint um kvöld og nístandi norðanvindur. Bílarnir, sem höfðu þyrpst að landgöngubrúnni voru flestir horfnir á braut. Ég stóð ennþá um borð, náföl af kulda og ljósir lokkarnir flöksuðust fyr- ir köldum andblænum. Ég var hrædd við sjálfa mig, Það var einhver beigur í mér. Ég þorði varla að líta oftar á bryggjuna. Frá því að skipið sigldi me/5 fullum ljósum inn í höfnina, hafði ég starað á mannþyrpinguna á bryggjunni og búist við að sjá hann. Vonbrigðin voru mér um megn. i Ég er búin að vera tvo mán- uði í þessari stóru og skuggalegu borg. Ég hef alltaf vonað að næsta andlitið, sem ég sæi, yrði and- litið hahs. En ég er að missa kjarkinn. Litla herbergið mitt í gamla leiguhúsinu, er sv8 kalt og dimmt Stundum heyrist mér vera rjál- að við húninn. Mér heyrist vera barið laust á dyrnar, og hrekk upp af fasta svefni, við það, að mér finnst liann vera kominn. UM daginn var ég á gangi um aðalgötuna i þessari hrylli- legu borg, Ég var að hugsa um hann, þegar ég kom á krossgötu. Ég var að stíga út á götuna, þegar þrifið var í öxl mér. Ég varð ósjálfrátt gröm og leit við. Ég leit í festulegt and- lit ungs, dökkhærðs karlmanns. — ö — að ég hefði aldrei litið við ....... Hann brosti til mín og sagði: „Heyrið þér fröken! Þér verðið að líta fram fyrir yður, þegar þér farið yfir götu“. Ég varð hvumsa og leit bjána- lega framan í hann. Hvað skyldi hann hafa hugsað? Ég sá sem í þoku bíla, stóra og smáa, þjóta í þéttri röð eftir götunni, sem ég hafði ætlað að ganga yfir. ,,Ég er yður ákaflega þakklát!“ stundi ég. Ég bar hann ósjálfrátt saman við hann — sem ég hafði haldið að elskaði mig. „Hvert eruð þér að fara, frök- en?“ spurði hann kankvíslega. Ég vissi ekki hverju svara skyldi. Loks stamaði ég: „Ég veit það ekki“. Hann tók þétt, en þó milt, um handlegg mér og sagði: „Er þá ekki bezt að ég fylgi yður yfir götuna, að minnsta- kosti?“ Ég leit framan 1 hann og sá glettnislegt augnatillit hans. — Svo gafst ég upp .......... 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.