Heimilisritið - 01.08.1943, Blaðsíða 50

Heimilisritið - 01.08.1943, Blaðsíða 50
Stúlkan í borginni EIMSKIPIÐ var nýlega lagzt upp að uppfyllingunni. Það var seint um kvöld og nístandi norðanvindur. Bílarnir, sem höfðu þyrpst að landgöngubrúnni voru flestir horfnir á braut. Ég stóð ennþá um borð, náföl af kulda og ljósir lokkarnir flöksuðust fyr- ir köldum andblænum. Ég var hrædd við sjálfa mig, Það var einhver beigur í mér. Ég þorði varla að líta oftar á bryggjuna. Frá því að skipið sigldi me/5 fullum ljósum inn í höfnina, hafði ég starað á mannþyrpinguna á bryggjunni og búist við að sjá hann. Vonbrigðin voru mér um megn. i Ég er búin að vera tvo mán- uði í þessari stóru og skuggalegu borg. Ég hef alltaf vonað að næsta andlitið, sem ég sæi, yrði and- litið hahs. En ég er að missa kjarkinn. Litla herbergið mitt í gamla leiguhúsinu, er sv8 kalt og dimmt Stundum heyrist mér vera rjál- að við húninn. Mér heyrist vera barið laust á dyrnar, og hrekk upp af fasta svefni, við það, að mér finnst liann vera kominn. UM daginn var ég á gangi um aðalgötuna i þessari hrylli- legu borg, Ég var að hugsa um hann, þegar ég kom á krossgötu. Ég var að stíga út á götuna, þegar þrifið var í öxl mér. Ég varð ósjálfrátt gröm og leit við. Ég leit í festulegt and- lit ungs, dökkhærðs karlmanns. — ö — að ég hefði aldrei litið við ....... Hann brosti til mín og sagði: „Heyrið þér fröken! Þér verðið að líta fram fyrir yður, þegar þér farið yfir götu“. Ég varð hvumsa og leit bjána- lega framan í hann. Hvað skyldi hann hafa hugsað? Ég sá sem í þoku bíla, stóra og smáa, þjóta í þéttri röð eftir götunni, sem ég hafði ætlað að ganga yfir. ,,Ég er yður ákaflega þakklát!“ stundi ég. Ég bar hann ósjálfrátt saman við hann — sem ég hafði haldið að elskaði mig. „Hvert eruð þér að fara, frök- en?“ spurði hann kankvíslega. Ég vissi ekki hverju svara skyldi. Loks stamaði ég: „Ég veit það ekki“. Hann tók þétt, en þó milt, um handlegg mér og sagði: „Er þá ekki bezt að ég fylgi yður yfir götuna, að minnsta- kosti?“ Ég leit framan 1 hann og sá glettnislegt augnatillit hans. — Svo gafst ég upp .......... 48 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.