Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 7

Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 7
Utför Isaksons Gamansaga eftir Albert Engström ISAKSON gamli dó reyndar, þrátt fyrir spár allra kerlinga, um að hann yrði ódauðlegur. Morgun einn í nóvember vakti hann vinnu- manninn um fimmleytið eins og venjulega. Hann gekk inn í hrúta- stíuna og fór að gæla við geðvonda hrútinn á meðan vinnumaðurinn mokaði út fjósið. Nú hefur aldrei vitnast, hvort hrúturinn varð vondur og stangaði Isakson niður eða karlinn fékk hjartaslag. Svo mikið er víst, að hann lá dauður hjá hrútnum, þegar vinnumaður- inn fór fram hjá stíunni. Isakson var borinn upp í kvist- herbergið og lök voru breidd fyrir gluggana. Arfleiðsluskrá hans var opnuð. Fyrst fjallaði hún um peningamál og erfðagóss, svo hver fengi sitt, og því næst voru ákvæðin um út- förina og erfidrykkjuna. Það var greinilegt, að hann hafði ekki haft lögfræðing sér til aðstoðar, en hafði sjálfur reynt að ganga frá öllu með sínum klára kolli, slæm- um penna og ódýru bleki. Hér eru ákvæði hans varðandi jarðarförina. Ég nota stafsetningu hans aðeins að nokkru leyti: Þar sem ég nú finn að lífssýkin hefur náð taki á mér og ég á að deyja vil ég biðja um fyrirgefningu á öllum þeim syndum, sem ég hef drýgt á ævinni og við eigum nú einu sinni öll að deyja og ég hef verið slæmur með brennivíni og kvenfólki, sérstaklega þegar ég var til sjós og ég get ekki bætt fyrir það því ég er of gamall en mér finnst þessir heilögu ekkert betri því þeir ljúga og ég hef lifað og látið alveg eins og ég hef viljað mér finnst allir sem væla og skæla þegar einhver manneskja deyr vera fábjánar því maður deyr nákvæm- lega þegar hans tími er kominn og því er ekki hægt að fresta eða hindra ég var lífsglaður sjómaður í ungdómi mínum og hef ekki allt- af verið að sjá í eyrinn en keypt fín sjöl og flíkur til að hafa með mér heim og glensast við alla hvíta og svarta kynþætti og Kínverja og svertingja og malaja og kynblend- inga og þegar Isakson átti peninga þá áttu allir þá jafnt og nú þegar HEIMILISRITIE 5

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.