Heimilisritið - 01.12.1945, Blaðsíða 19

Heimilisritið - 01.12.1945, Blaðsíða 19
lega vaxin vera! Líkami minn er orðinn eins og ég sé hundur!“ Andlit mannsins fjarlægðist. Þetta hlýtur að vera skelfilegur draumur, hugsaði Taylor í angist sinni. Annað hvort það eða þá að hanh var þegar kominn í hreins- unareldinn. Já, hann hlaut að vera dauður. Og þá var hann kominn til vítis. Einhvernveginn varð þessi fullvissa honum til huggun- ar. Hvað myndi nú gerast? Hann foeið í barnalegri eftirvæntingu eins og barn. „Er líðanin betri núna?“ sagði andlitið og kom nú aftur í ljós. Djöfullinn var þá eftir allt sam- an hvorki með horn eða hófa! Hann var ekkert annað en andlit, stórt og afskræmt andlit, sem gat talað. „Hlustaðu nú vel á“, sagði rödd- in. „Þú ert á spítala. Þú lentir í slysi, skilurðu? Stuttu eftir að þú varst fluttur á sjúkrahúsið var augljóst, að þú myndir ekki eiga langt eftir ólifað. Þá ákváðum við að nota heila þinn til að gera til- raun með hann, sem gat — og verður — óborganleg fyrir vísind- in. Heili þinn er nú í heilabúi hundslíkama". Heilabúi hunds — hunds! Taylor átti lengi bágt með að átta sig á þýðingu þessara orða. Augu hans opnuðust og störðu út í loft- ið, galopin af hryllingi. Einkenni- lega strauma lagði um líkama hans, sem ollu því, að hárið á baki hans reis upp, það skein í tenn- urnar af angist og ótta, eyrun lögðust aftur. „Djöflarnir ykkar!“ æpti hann og barðist um til að reyna að rísa upp. „Mannskepnur! Hvernig gát- uð þið gert þetta við mig? Af hverju lofuðuð þið mér ekki held- ur að deyja? Hvaða rétt hafið þið til að leika ykkur með lif annarra? Hvers vegna — vegna hvers unnuð þið svona ómannúðlegt verk? Ég vildi ekki lifa“. „Jæja, jæja“, sagði Stilman sefandi. „En þú hlýtur að geta skilið, hvað það var þýðingarmik- ið fyrir okkur, vegna tilraunarinn- ar, að fá heila þinn áður en hann þornaði og varð líflaus og verð- laus hlutur. Þar sem þú varst, gaztu ekki orðið annað en lík, dauð kjöt- og beinaflyksa, alger- lega verðmætalaus, sem engin leið var til að heilbrigða. Heilinn var það eina, sem hægt var að nota af líkamanum. Þetta var mesta tæki- færi sem hægt er að fá á heilli mannsævi!“ „Þú ert brjálaður!“ urraði Taylor og bjóst til að stökkva upp og bíta hann á barkann. „Þú hlýt- ur að vera það, úr því þú getur talað svona kæruleysislega um að breyta manneskjum í ófreskjur! Sál mín kvelst og þú talar um tækifæri og tilraunir! Ég verð að líða þjáningar fordæmdra og þú HEIMILISRITIÐ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.