Heimilisritið - 01.12.1945, Page 19

Heimilisritið - 01.12.1945, Page 19
lega vaxin vera! Líkami minn er orðinn eins og ég sé hundur!“ Andlit mannsins fjarlægðist. Þetta hlýtur að vera skelfilegur draumur, hugsaði Taylor í angist sinni. Annað hvort það eða þá að hanh var þegar kominn í hreins- unareldinn. Já, hann hlaut að vera dauður. Og þá var hann kominn til vítis. Einhvernveginn varð þessi fullvissa honum til huggun- ar. Hvað myndi nú gerast? Hann foeið í barnalegri eftirvæntingu eins og barn. „Er líðanin betri núna?“ sagði andlitið og kom nú aftur í ljós. Djöfullinn var þá eftir allt sam- an hvorki með horn eða hófa! Hann var ekkert annað en andlit, stórt og afskræmt andlit, sem gat talað. „Hlustaðu nú vel á“, sagði rödd- in. „Þú ert á spítala. Þú lentir í slysi, skilurðu? Stuttu eftir að þú varst fluttur á sjúkrahúsið var augljóst, að þú myndir ekki eiga langt eftir ólifað. Þá ákváðum við að nota heila þinn til að gera til- raun með hann, sem gat — og verður — óborganleg fyrir vísind- in. Heili þinn er nú í heilabúi hundslíkama". Heilabúi hunds — hunds! Taylor átti lengi bágt með að átta sig á þýðingu þessara orða. Augu hans opnuðust og störðu út í loft- ið, galopin af hryllingi. Einkenni- lega strauma lagði um líkama hans, sem ollu því, að hárið á baki hans reis upp, það skein í tenn- urnar af angist og ótta, eyrun lögðust aftur. „Djöflarnir ykkar!“ æpti hann og barðist um til að reyna að rísa upp. „Mannskepnur! Hvernig gát- uð þið gert þetta við mig? Af hverju lofuðuð þið mér ekki held- ur að deyja? Hvaða rétt hafið þið til að leika ykkur með lif annarra? Hvers vegna — vegna hvers unnuð þið svona ómannúðlegt verk? Ég vildi ekki lifa“. „Jæja, jæja“, sagði Stilman sefandi. „En þú hlýtur að geta skilið, hvað það var þýðingarmik- ið fyrir okkur, vegna tilraunarinn- ar, að fá heila þinn áður en hann þornaði og varð líflaus og verð- laus hlutur. Þar sem þú varst, gaztu ekki orðið annað en lík, dauð kjöt- og beinaflyksa, alger- lega verðmætalaus, sem engin leið var til að heilbrigða. Heilinn var það eina, sem hægt var að nota af líkamanum. Þetta var mesta tæki- færi sem hægt er að fá á heilli mannsævi!“ „Þú ert brjálaður!“ urraði Taylor og bjóst til að stökkva upp og bíta hann á barkann. „Þú hlýt- ur að vera það, úr því þú getur talað svona kæruleysislega um að breyta manneskjum í ófreskjur! Sál mín kvelst og þú talar um tækifæri og tilraunir! Ég verð að líða þjáningar fordæmdra og þú HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.