Heimilisritið - 01.12.1945, Blaðsíða 21

Heimilisritið - 01.12.1945, Blaðsíða 21
gamla heila sínum. Taylor hafði aldrei dottið í hug að það væri svona erfitt að ganga á fjórum fót- um. Hann riðaði í hverju spori og fætur hans flæktust hver fyrir öðr- um. Því harðara sem hann lagði að sér, því erfiðlegar gekk honum. Tár komu fram í augu hans af ótta og vonbrigðum. Ef hann gæti aðeins gengið uppréttur einu sinni enn! Stilman sá hann um leið og hann var að læðast út úr herberginu á eftir Morley. „Láttu hann ekki komast út!“ hrópaði hann, greip litla lyfja- sprautu og þaut á eftir Taylor, sem rann í hverju spori á bónuðu gólfinu. Morley gerði enga tilraun til að hindra flótta hans, heldur gekk í veg fyrir Stilman, er jós yfir hann skömmunum. „Heimskingi!" æpti hann, „farðu frá! Hann má ekki komast undan! Ég hef beðið of lengi og lagt of mikið í sölurnar til þess að allt eyðileggist á síðustu stundu! Hann má ekki komast undan, heyrirðu það!“ Hinir hálfdimmu gangar líktust heljarmiklum, hræðilegum gjám í augum Taylors, sem flúði slagandi undan höndum Stilmans, er fálm- uðu eftir honum. Allt í einu end- aði gangurinn og hann var í sjálf- heldu. Hann sneri sér lafmóður að fjandmanni sínum og fitjaði upp á trýnið. Stilman otaði fram lyfjasprautu sinni og nálgaðist með varúð. „Láttu nú ekki svona lagsmað- ur“, muldraði hann. „Við skulum ekki vera að neinni vitleysu. Ég er vinur þinn. Geturðu ekki skilið það? Ég hef ekki í hyggju að gera þér neitt illt“. Hann kom nær og nær og róandi orð streymdu af vörum hans, en Taylor sá* ekkert annað en gljáandi lyfjasprautuna í hendi hans. „Láttu mig í friði“, sagði hann með erfiðismunum. „Geturðu ekki látið mig í friði!“ Allt í einu stökk Stilman á Taylor, sem urraði og beit. Lyfja- sprautan þrýstist inn í hrygg hans. Hann tók á öllum sínum kröftum til að Iosna úr gripi þessara hræði- legu lianda er héldu honum blý- föstum. Hann fann til trylltrar gleði er tennur hans sukku í aðra þeirra. En hann var að verða máttlaus og þoka að færast yf- ir vitund hans. Honum varð dimmt fyrir augum og drunan í eyrum hans var eins og fossfall, er hann sökk í — dýpra — dýpra. ★ Hann opnaði augun yfirkominn af sársauka. Glóðin í höfði hans var aftur farin að brenna, heitar en nokkru sinni fyrr. Hann var voðalega þyrstur. Hann lá á kodda. í rökkri stof- unnar sá hann vínskáp, stórt eik- HEIMILISRITIÐ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.