Heimilisritið - 01.12.1945, Side 21
gamla heila sínum. Taylor hafði
aldrei dottið í hug að það væri
svona erfitt að ganga á fjórum fót-
um. Hann riðaði í hverju spori og
fætur hans flæktust hver fyrir öðr-
um. Því harðara sem hann lagði
að sér, því erfiðlegar gekk honum.
Tár komu fram í augu hans af
ótta og vonbrigðum. Ef hann
gæti aðeins gengið uppréttur einu
sinni enn!
Stilman sá hann um leið og hann
var að læðast út úr herberginu á
eftir Morley.
„Láttu hann ekki komast út!“
hrópaði hann, greip litla lyfja-
sprautu og þaut á eftir Taylor,
sem rann í hverju spori á bónuðu
gólfinu. Morley gerði enga tilraun
til að hindra flótta hans, heldur
gekk í veg fyrir Stilman, er jós
yfir hann skömmunum.
„Heimskingi!" æpti hann,
„farðu frá! Hann má ekki komast
undan! Ég hef beðið of lengi og
lagt of mikið í sölurnar til þess
að allt eyðileggist á síðustu
stundu! Hann má ekki komast
undan, heyrirðu það!“
Hinir hálfdimmu gangar líktust
heljarmiklum, hræðilegum gjám í
augum Taylors, sem flúði slagandi
undan höndum Stilmans, er fálm-
uðu eftir honum. Allt í einu end-
aði gangurinn og hann var í sjálf-
heldu. Hann sneri sér lafmóður
að fjandmanni sínum og fitjaði
upp á trýnið. Stilman otaði fram
lyfjasprautu sinni og nálgaðist
með varúð.
„Láttu nú ekki svona lagsmað-
ur“, muldraði hann. „Við skulum
ekki vera að neinni vitleysu. Ég er
vinur þinn. Geturðu ekki skilið
það? Ég hef ekki í hyggju að gera
þér neitt illt“. Hann kom nær og
nær og róandi orð streymdu af
vörum hans, en Taylor sá* ekkert
annað en gljáandi lyfjasprautuna
í hendi hans.
„Láttu mig í friði“, sagði hann
með erfiðismunum. „Geturðu ekki
látið mig í friði!“
Allt í einu stökk Stilman á
Taylor, sem urraði og beit. Lyfja-
sprautan þrýstist inn í hrygg hans.
Hann tók á öllum sínum kröftum
til að Iosna úr gripi þessara hræði-
legu lianda er héldu honum blý-
föstum. Hann fann til trylltrar
gleði er tennur hans sukku í aðra
þeirra. En hann var að verða
máttlaus og þoka að færast yf-
ir vitund hans. Honum varð
dimmt fyrir augum og drunan í
eyrum hans var eins og fossfall,
er hann sökk í — dýpra — dýpra.
★
Hann opnaði augun yfirkominn
af sársauka. Glóðin í höfði hans
var aftur farin að brenna, heitar
en nokkru sinni fyrr. Hann var
voðalega þyrstur.
Hann lá á kodda. í rökkri stof-
unnar sá hann vínskáp, stórt eik-
HEIMILISRITIÐ
19