Heimilisritið - 01.12.1945, Blaðsíða 43
varið mikilvægustu meginbraut-
ina til höfuðborgarinnar með
fallbyssum frá heimsstyrjaldar-
árunum! Kynja var þótt kerald-
ið læki!
Enn er mér óráðin gáta,
hvemig Hitler hefur sigrað svo
auðveldlega í þesari herferð.
Það skal játað, að Frakkar hafa
varizt í borgunum. En ekki gat
mikill hluti af milljónaher
þeirra barizt þar. Það var of
þröngt um hann. En hann barð-
ist ekki úti á víðavangi eins
og vant hefur verið í öllum
öðrum styrjöldum. í tuttugu
metra fjarlægð frá veginum er
kornið á ökrunum ótroðið. Þar
hafa engar fylkingar fótliða
stigið niður, og ekki sést þar
hjólfar eftir þær tugþúsundir
vélknúinna hemaðartækja, sem
ruddust fram. Ég segi ekki, að
Frakkar hafi ekki sums staðar
varizt hraustlega. Það hafa þeir
eflaust gert. En hvergi hefur
verið skipulögð og vel undirbú-
in vöm, eins og í síðustu styrj-
öld. Mér sýnist á öllu, að Frakk-
ar hafi látið Þjóðverja ráða fyr-
ir sig um nýja hernaðaraðferð.
Barizt var nær því eingöngu
fram með helztu akbrautum,
sjaldan sótt fram í langri víg-
línu á breiðu svæði. Og 'á veg-
unum höfðu Þjóðverjar alla yf-
irburði, þeir réðu yfir marg-
földu ofurefli skriðdreka og
flugvéla, en það eru megintæk-
in í orustum á vegum.
Austurrískur hermaður sagði
mér í gærkvöldi, að þetta hefði
verið ótrúlega einfalt. Þeir
sendu skriðdrekasveitir á und-
an eftir veginum og stórskota-
lið á eftir til stuðnings. Þær
mættu sjaldan verulegri mót-
spyrnu. Skotgrafasveitir skutu
á þær hér og hvar. Venjulega
skeyttu hinar harðbrynjuðu
skriðdrekasveitir þessu engu og
héldu leiðar sinnar. Fótliðar
komu akandi á eftir í flutninga-
bilum og höfðu með sér léttar
fallbyssur. Þeir hreinsuðu til í
vélbysuhreiðrum og byrgjum
Frakka. Ef svo bar til, að þeir
mættu snarpri mótstöðu, sím-
uðu þeir eða sendu loftskeyti
eða merkjaboð eftir stórskota-
liðinu. Ef stóru fallbyssunum
tókst ekki að þagga niður í ó-
vinunum, voru steypiflugvélar
sendar á þá, og þær brugðust
ekki. Þannig gekk þetta dag
eftir dag, sagði hann.
í NÆSTA HEFTI:
Frakkar skriía undir
vopnahlésskilmálana
í sama járnbrautar-
vagni og á sama
staS sem ÞjóSverjar
sömdu um uppgjöf
1918.
HEIMILISRITIÐ
41