Heimilisritið - 01.12.1945, Side 11
fær konurnar á sitt band. Veizlan
verður eins og falskt hljóðfæri —
að minnstp, kosti lækkar orgið og
verður að væli.
Eftir matinn er ekkert vín bor-
ið fram. Veizlunni er lokið.
Frammi í forstofunni dettur
Augusta gamla Sjögren kylliflöt
yfir Soderberg hafnsögumann,
sem hefur lagt sig þar og sefur
rólega eins og ferðakista.
Það er tunglsljós og það er eins
og mennirnir, sem slaga í gegn-
um sveitaþorpið séu að þæfa vað-
mál. Hljómur radda þeirra hljóðn-
ar, og engill friðarins býst til að
vernda bæ Isaksons.
David situr í piltaherberginu
yfir ölflösku, sem hann hefur get-
að komið undan, og hefur fært
sig úr öðru stígvélinu. Hann snýr
því fram og aftur í höndum sér,
annars hugar og starir í gulan
loga skriðbyttunnar. Þannig sit-
ur hann lengi, lengi, ef til vill svo
tímum skiptir.
En allt í einu heyrir hann reik-
ult, þungt fótatak úti fyrir. Það
er þrýst andliti upp að gluggan-
um, og barið laust með hnúa á
rúðuna.
— David, David! hvíslar ein-
hver. David tekur skriðbyttuna
og lýsir á andlit þessa síðbúna
gests.
Hvert þó í ... það er Blomkvist!
David verður þröngt um andar-
dráttinn, hann hugsar: Á ég að ná
í exi og láta hana vaða — í gegn-
um rúðuna?
En Blomkvist hvíslar drafandi:
—David, David! Má ég tala við
Þig?
— Farðu til fjandans! segir Da-
vid ógnandi.
— David! Heyrirðu til mín?
Hvar sefur Alida?
Hjarta Davids er að því komið
að springa af hugarangri, en í
sömu svifum vaknar meinleg
hugsun hjá honum. Og hann hvísl-
ar til Blomkvists. - Komdu inn og
segðu hvað það er, sem þú vilt.
Blomkvist fálmar sig að dyr-
unum og stendur litlu síðar, dá-
lítið óstöðugur á fótunum, í her-
bergi Davids.
— Heyrðu mig, David, ég þarf
að vita hvar Alida sefur, kær-
astan mín, þú skilur! Er ekki
hægt að komast inn til hennar?
— Það er víst hægt, en amma
hennar heyrir svo fjári vel. Ég er
hræddur um það verði erfitt. Þú
verður að minnsta kosti að fara úr
skónum.
— Ef það er allt og sumt, þá —
-----og Blomkvist settist á rúm-
stokk Davids og færði sig úr fínu
skónum sínum.
— Ég skal fylgja þér áleiðis og
vísa þér leiðina, segir David með
djöfullegu glotti í augunum.
Komdu, nú förum við. En mundu
það — segðu ekki orð, þú mátt
ekki einu sinni hvísla, því að kerl-
HEIMILISRITIÐ
9