Heimilisritið - 01.12.1945, Qupperneq 15
Hollywood í danskór, þegar ég
var 12 ára og ég hef alltaf lagt
hart að mér“.
„En núna“, sagði hún, og hún
var ofurlítið hreykin í röddinni,
get ég varla beðið eftir því að
komast heim frá myndatökum.
Og á meðan ég vinn við mynda-
tökurnar er ég sífellt að hugsa um,
hvort allt sé nú í lagi með barnið“.
Það má skjóta því hér inn í,
að æfð hjúkrunarkona gætir Vick-
is, þá fimm daga vikunnar, sem
Betty vinnur við kvikmyndatök-
ur.
„Það eru ekki nema nokkrir dag-
ar síðan ég neitaði að taka við
hlutverki, sem Darryl Zanuck
bauð mér. Það var verulega gott
hlutverk. Hreinn og beinn leikur
— eitthvert bezta kvenhlutverk
ársins. Ég vil ekki segja, ykkur
hvaða hlutverk þetta var, því það
gæti komið sér illa fyrir leikkon-
una, sem fær hlutverkið, ef það
vitnast að mér var boðið það fyrst
og ég vildi ekki taka það að mér“.
Blaðamennirnir geta upp á því,
að þetta hlutverk hafi verið Sophie
í ............ eftir Sommerset
Maugham.
„Já“, svaraði Betty. „En ég
sagði við Zanuck: — Þér vitið,
hvers vegna fólk horfir á kvik-
myndirnar, sem ég leik í. Það er
ekki vegna leikhæfileika minna“.
>,Ég er mjög ánægð með allt
eins og það er“. Hún rétti úr
hinum nettu fótum sínum, þar
sem hún lá aftur á bak á legu-
bekk í annarri . dagstofunni í
heimili sínu í Hollywood. „Ég hef
aðeins einu sinni kvartað og það
var skömmu eftir að Vickie fædd-
ist. Þá vildi ég vera í síðum kj'ól-
um öðru hverju, því að það er
ekki beint móðurlegt að vera allt-
af í baðfötum og flagga sífellt
með fótleggjunum á sér“.
ENDIR
ORÐSPEKI
Skynsemin getur deilt við hjart-
að, en henni tekst aldrei að sann-
færa það.
Mme. Riccoboni
Einkenni ásthrifninnar er, að
menn langi til að tala, en þegi þó.
C. aðmíráll
Maðurinn er lærisveinn sorgar-
innar, enginn getur kynnst sjálfum
sér, nema hann líði þjáningar.
A. de Musset
Fyrir eiginkonu skaltu aðeins
velja þér dóttur góðrar móður.
Fuller
Sleipt er tak á laxasporði og lof-
orðum kvenna.
Franskt máltæki
Aldrei hefur karlmaður gefið
konu hollráð, ekki einu sinni eigin-
konu sinni.
Balzac
HEIMILISRITIÐ
13