Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 27

Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 27
• JAZZ • Um keppni þá, sem hið þekkla tíma- rit Esquire lét fara fram í ár, um úrval jazzleikara Bandaríkjanna, var getið hér i maíhefti Heimihsritsins. Hinir 22 gagnrýnendur, sem völdu 8tjörnurnar, voru einnig látnir kjósa 10 jazzplötur hver, sem að þeirra áliti væru þær beztu er spilað hefði verið inn á. Alls nefndu þeir 175 plötur og fengu eftirfarandi flest atkvæði: West End Blues — Louis Armstrong og hljómsveit. Potato Head Blues — Louis Armstrong og hljómsveit. • Wee Baby Blues — Art Tatum og hljómsveit. Ko ko — Duke Ellington og hljóm- sveit. Body and Soul — Colemau Hawkins og ldjómsveit. Day Dream — Johnny Hodges og hljómsveit Ellingtons. Sometimes I’m Happy — Benny Good- man og hljómsveit. What a Little Moonlight Cando — Teddy Wilson og hljómsveit. Sveet Lorraina — King Cole Tríó. ★ Irving Fagola er nú álitinn bezti hvíti klarenetleikarinn í Blues-lögum. Hann er 33 ára gamall, fæddur í New Orleans og leikur einnig á alt-saxofón. Hann hefur m.a. spilað með Bob Crosby, Slem Miller og Muggsy Spanier. ★ Count Basie hljómsveitin er í miklum uppgangi. Hlaut annað sæti, sem bezta HEIMILISRITIÐ jazzhljómsveit Ameríku 1945. Duke Ell- ington hljómsveitin sigraði þó glæsilega. Þriðja í röðinni varð hljómsveit Lionel Hamptons og fjórða hljómsveit Woodie Hermans. ★ Cootie Williams hefur öðlazt miklar vin- sældir fj'rir ferðalag, sem hann fór fyrir skömmu með Ella Fitzgerald og hinum afar vinsælu Ink Spots. ★ Benny Goodmau leysti upp band sitt, og lá í leti í mestallt fyrrasumar. Nýlega hefur hann byrjað aftur, en aðallega leikið i útvarp með kvartett, sem í eru Teddy Wilson, Sid Weiss og Morey Feld, en Red Norvo var bætt síðar við. ★ Mary Lou Williams, Duke Ellington, Earl Hines, Teddy W'ilson, James P. John- son álíta Art Tatum bezta jazzpíanista sem uppi er, ekki aðeins tekniskasta, heltl- ur og telja þau að sólóar hans taki öllu fram. Samt var Teddy W'ilson kosinn bezti jazzpíanisti 1945 af gagnrýnendum. Art Tatum hlaut annað sætið og Earl Hines hið þriðja. ★ Margir jazzleikarar telja orðið „jazz“ gamaldags. Red Norvo segir: „Alltaf er ég heyri orðið „jazz“ nefnt, fer það mjög i taugamar á mér“. Hins vegar segir Zutty Singleton: „ „Swing" er einungis nýtízku orð, sem haft er til að tákna „jazz“ “. En Cootie W'illiams heldur því fast fram, að „það sé engiun munur á jazz og swing", 25

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.