Heimilisritið - 01.12.1945, Qupperneq 29
Óskynsamleg
ákvörðun
Hjartað ræður oft meiru
en heilinn, það er lifs-
spekin í þessari sögu
Eftir Fannie Hurst
EF ÞAÐ VAR RÉTT, að Adele
væri óhamingjusöm og að hún
mætti sjálfri sér um kenna, þá var
svo mikið víst, að enginn mann-
legur máttur gat fengið hana til
að viðurkenna það.
Það gat verið vafamál, hvort
hin fyrstu erfiðu ár hennar í hjóna-
bandinu hefðu ekki algerlega
slökkt þá ást, sem hún í fyrstu
hafði borið í brjósti til eiginmanns
síns, hins fremur eintrjáningslega
Newtons Markers. Einmitt þeir
eiginleikar hans, sem fyrst höfðu
hrifið hana, og sem höfðu gert
hann að andstæðu. þeirra veraldar-
vönu kaupsýslumanna er hún var
vön að umgangast, rændu hana að
lokum tálvonum hennar.
Það var enginn leikur að eign-
ast fimm börn á fimm árum, með
draumóramanni, sem áleit jarð-
neska hluti, eins og skófatnað,.
nærföt, mat og skemmtanir, hvergi
nærri eiiis þýðingarmikla og vís-
indalegar rannsóknir, og sem lok-
aði sig öllum stundum inni í rann-
sóknarstofnun. Adele var^arin að
fá þreytuhrukkur í andlitið og hin
fögru, bláu augu hennar voru ekki
eins skær og áður.
Vinkona hennar frá meydóms-
árunum hafði leigt hjá henni frá
því fór að halla undan fæti hjá
þeim hjónunum. Hún hét Cynthia,
og henni fannst fram úr hófi dap-
urt, að sjá þetta dæmi um sjálf-
skaparvíti nú á tímum.
Það var eitthvað svo undarlega
örlagaþrungið, fannst henni, að
vera nærtækur sjónarvottur að
því, hvernig ein af duglegustu og
eftirsóknarverðustu bekkj arsystr-
um hennar frá skólaárunum fór
HEIMILISRITIÐ
27