Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 40

Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 40
ar ég hitti Demaree Bess og Walter Kerr þar í biðstofunni. Þeir höfðu orðið eftir í París, þegar flestir félagar þeirra hurfu á brott. Þeir komu upp í herbergi mitt og við spjöll- uðum saman. Walter virtist taugaveiklaðri en áður, en al- veg eins viðfeldinn. Demaree virtist vera tilfinningalaus eins og hann er vanur. Þau Dorothy og hann höfðu dvalið í Elysées Park Hotel við Rond-Point. Daginn áður en borgin gafst upp, kom gistihússeigandinn til þeirra með írafári og bað þau að flýja. Hann ætlaði að minnsta kosti að forða sér og loka gistihúsinu. En þeim tókst að lokká hann til að fela þeim gistihúsið! — Ég spurði eftir vinum mínum. Flestir þeirra voru famir frá París. Demaree segir, að tryllingur- inn í Parísarbúum hafi verið skelfilegur. Allir gengu af göfl- unum. Ríkisstjómin réð ekki við neitt. Fólkinu var sagt að forða sér, og að minnsta kosti tvær milljónir af fimm, sem í borginni búa, flúðu, flúðu alls- lausar, tóku blátt áfram til fót- anna eitthvað suður á við. Par- ísarbúar virðast hreint og beint hafa trúað því, að Þjóðverjar rændu konunum og dræpu karl- mennina. Þeir höfðu hevrt tröllasögur um aðfarir Þjóð- verja í borgum, sem þeir her- tóku. Þeir, sem eftir urðu, undrast því stórlega, hve her- mennimir haga sér sómasam- lega — enn sem komið er. Parísarbúar em beiskir í garð ríkisstjómarinnar. Öllum ber saman um, að henni hafi ger- samlega fallizt hendur síðustu dagana. Henni láðizt jafnvel að tilkynna fólkinu, að borgin yrði ekki varin, fyrr en um seinan. Franska lögreglan og fjórar stjórnardeildir störfuðu áfram. Það var kátleg sjón að sjá frönsku lögregluþjónana vopn- lausa stjóma umferðinni, ein- göngu hervögnum og hervélum, eða halda vörð á götunum. Það leggst í mig að það, sem við sjá- um hér í París, sé fullkomið hrun franska þjóðfélagsins, uppgjöf hersins, uppgjöf stjórn- arinnar, og siðferðileg uppgjöf þjóðarinnar. París, 18. júní 1940. Pétain hershöfðingi hefur beðið um vopnahlé. Parísarbú- ar, sem þegar em ringlaðir af hraða atburðanna, geta varla trúað þessu. Okkur er eins far- ið. Það er ljóst, að franski her- inn hefur gefizt upp, en við væntum þeSs flestir, að hann legði niður vopn og stjómin mundi flytja sig til Afríku eins og Reynaud raupaði af að hún 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.