Heimilisritið - 01.12.1945, Qupperneq 46

Heimilisritið - 01.12.1945, Qupperneq 46
yrði tuttugu og eins árs gömul, myndi hún tilkynna, að hún ætl- aði sér ekki að fara úr klaustrinu framar. Klausturstýran bauð henni að taka próf, áður en hinn venjulegi reynslutími sem nunna væri á enda, en Kamilla hafnaði því. Þá var henni leyft að ganga með hvíta höfuðslæðu, hún fékk nafnið systir Kamilla, og þar sem hún var músíkölsk var henni falið að hafa umsjón með músíktímun- um. Hún var hlýleg, blíðlynd og um- burðarlynd, og því varð hún ekki óþolinmóð, þegar spilað var falskt eða með röngum hrynjandi. Hún sagði bara: „Þetta er ekki réttur taktur". Eða hún sagði: „Þetta er ekki rétt tónhæð". Og hún einblíndi óaflátanlega út um gluggann út í garðinn. LOKS BAÐ systir Kamilla klausturstýruna um að mega ganga undir próf og síðan fá að vinna eið sinn og verða nunna. „Barnið mitt“, sagði klaustur- stýran. „Ég hef aldrei getað kom- izt að raun um hvernig yður hefur yfirleitt verið innanbrjósts. Þér búið yfir leyndarmáli og ég vil ekki fara þess á leit við yður, að þér segið mér það, en mig langar til að vita, hvers vegna þér hafið hingað til ekki viljað verða nunna, og hvers vegna þér óskið þess núna“. Og Kamilla skýrði henni frá á- stæðunni: „Fyrir nokkrum árum, þegar ég fór úr skólanum, mætti ég mjög fríðum pilti. Hann var í bláum fötum, með svart hálsbindi og skyggnishúfu. Hann bauð mér góðan daginn, en ég lét sem ég sæi hann ekki. Hann sló mér gull- hamra, og þeim svaraði ég með því að kalla hann klaufalegan smjaðr- ara. Þá fór hann að hlæja, eins og skólastrákur, og allt í einu fékk ég traust á honum. Upp frá þeim degi kom hann næstum daglega og beið eftir mér fyrir utan skólaportið. Á hverjum þriðjudegi fórum við út í Boulogneskóginn og leigðum okkur smábát. Marcel réri, ég stýrði, og svo skreið báturinn með okkur eftir spegilsléttum vatns- fletinum“. Hér þagnaði systir Kamilla og virti fyrir sér Tamarisktrén, sem voru böðuð í sólskininu. Klaustur- stýran fylgdi augnaráði hennar, en þar sem sjón hennar var farin að bila, sá hún blómguð trén ekki nema eins og í gegnum þoku. „Það var dag nokkurn í júlí“, hélt systir Kamilla áfram. „Skóg- urinn var fegurri en nokkru sinni. Vagn eftir vagn ók fram hjá okk- ur, og í þeim sat fólk, sem var í faðm .... “ 44 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.