Heimilisritið - 01.12.1945, Page 62
Ráðslyngi þjófurinn
Munnmælasaga skrásett af
William Saroyan
Það var einu sinni þjófur, sem
var frægur fyrir að geta bjargað
sér út úr hinum erfiðustu kring-
umstæðum, og fyrir það að hafa
aldrei verið svo mikið sem eina
nótt í fangelsi. Dag nokkurn sá
hann skrautlegt, stórt hús með
tuttugu feta háum vegg umhverfis
hinn viðáttumikla garð þess.
Slikt og þvílíkt, hugsaði hann
frá sér numinn. í þessum garði,
sem er varinn með svona háum
vegg, hlýtur að vera sitt af hverju,
sem ég hef hvorki séð eða bragðað.
Hann ákvað, að hann yrði að
kynnast hinum dásamlega garði
og ávöxtum hans, sjá þá, finna
angan þeirra, eta af þeim, og selja
ef til vill nokkra sem yrðu af-
gangs. Það var ekki viðlit að
klifra yfir vegginn. Það var ógern-
ingur að reyna að fara inn í gegn-
um húsið. Þjófurinn ákvað því
að smíða sér stiga.
Það gerð'i hann einnig. Hann
klöngraðist upp stigann, stóð
uppi á veggnum, lyfti stiganum
og lét annan enda hans síga niður
í garðinn.
Ekkert er auðveldaía, sagði
hann. Vandræðin við flesta er, að
þeir hafa ekkert hugmyndaflug.
Hann fikraði sig varlega niður
stigann. Þegar hann stökk niður
úr neðsta þrepinu og tók að færa
sig nær hinum dásamlegu trjám
og runnum og greinum garðsins,
þá stóð hann allt í einu andspæn-
is þremur vopnuðum mönnum.
Myndi nokkur af ykkur herra-
mönnunum vilja kaupa splunku-
nýjan, léttan bambusstiga? spurði
hann.
MÁTTU EKKI VERA AÐ ÞVl?
Webster eyddi þrjátíu og sex
árum ævi sinnar í það að semja
orðabók sína.
Titian málaði sum af snildarleg-
ustu málverkum sínum þegar
hann var kominn yfir áttrætt.
Hume vann þrettán tíma í sólar-
hring er hann ritaði sögu Eng-
lands.
Hugo skrifaði „Vesalingana“
eftir að hann var orðixm sextug-
ur.
60
HEIMILISRITIÐ