Vísbending


Vísbending - 21.12.2009, Side 3

Vísbending - 21.12.2009, Side 3
Ást er ekki til. Fílósófía eða melankólía? Ég var staddur í fombókabúðinni hjá Braga á spjalli við Ara skáld og bóksala. Þetta var í miðri uppsveiflu í samfélaginu, en í búðinni hjá þeim feðgum vom engar sveiflur. Lífið þar var fyrirsjáanlegt, hélt ég. Gengur þá ffamhjá okkur gamall maður og Ari kinkar til hans kolli og segir mér á honum deili. Ekki mundi hann nákvæmlega hvað hann heitir en gat nefnt nokkur ættmenni og fyrri störf. Þetta var góðlegur, lágvaxinn maður. Um áttrætt gæti ég trúað. Ég rótaði hér og þar í hillum og var eiginlega búinn að fá nóg, en sé þá öldunginn. Ari var að leita að bók fyrir einhvem, en segir í framhjáhlaupi við þann gamla: „Sæll meistari!" (Svona er gott að ávarpa þá sem maður man ekki hvað heita). „Má ég ekki kynna þig fyrir Benedikt félaga mínum.“ Ari er úr sögunni en við tókumst í hendur, meistarinn og félaginn. „Það þyrfti að kenna ungu fólki um tilfinningar í skólunum" sagði meistarinn. „Heldurðu það? Er ekki ungt fólk mjög vel fært um að læra um þær sjálft?" spurði ég, en þótti þetta óneitanlega óvenjuleg byrjun á samtali. M:„Það er kúnst að kunna að þykja vænt um einhvem. Ég var lengi að læra að þykja vænt um nokkum mann.“ B: „Er það samt ekki eitthvað sem flestir ná á endanum, ef þeir em í góðu umhverfi?“ M: „Hamingjan er varla til í heiminum. Þegar Jesús segir að allir verði jafnir hélt ég að hann hefði rangt fyrir sér. Það var vegna þess að ég hélt að allir yrðu jafnsælir. Svo áttaði ég mig á því að í raun verða allir smám saman daprari og loks enda allir vansælir.“ B: „Það er ekki mikil bjartsýni í þessu, finnst mér.“ M: „Það er engin ástæða til bjartsýni. Er ekki fílósóitan bara önnur hlið á melankólíunni?" B: „Eitthvert fólk hlýtur nú að vera hamingjusamt?“ M: „Menn tala um ást. En ást er ekki til. Heimurinn byggir á eigingirni og drottnunargirni." BENEDIKT JOHANNESSON B: „Sumir vilja santt eyða ævinni með öðrum. Ekki er það eigingimi.“ M: „Eigingimin erhvergi meiri. Segjum að þú elskir einhvem meira en nokkuð annað. Þá viltu auðvitað að hann sé hamingjusamur er það ekki?“ Hann beið ekki eftir svari og hélt áfram: „En ef hinn aðilinn verður ástfanginn af einhverjum, hvemig bregstu við? Oskarðu honum til hamingju, gleðstu með honum? Nei, þú verður æfur, eða miður þín. Hvers vegna? Vegna þess að þú ert eigingjam. Og meira en það, þú vilt segja þeim, sem þú segist elska, hvað hann á að gera.“ Mér vafðist tunga um tönn og fór að rýna í bókaskápinn fyrir framan mig og dró út bók. Hún fjallaði um bréfaskipti Valtýs Guðmundssonar og Bjöm Jónssonar frá því um aldamótin 1900. M: „Þú verður að fyrirgefa mér. Ég hef aldrei haft trú á Kristin- dómnum." Hann leit á bókina. M: „Það var gaman að lesa bókina um Hannes Hal'stein." Ég vissi ekki hvort hann var að tala um bók Guðjóns Friðrikssonar eða Kristjáns Albertssonar en tók séns á þeirri síðamefhdu: B: „Kristján var skemmtilegur maður. Og mjög hrifinn af Hannesi.“ M: „Hann hafði aðgang að öllum þessum bréfúm. Þess vegna gat hann sagt svona margt í bókinni. Svo skrifaði hann aðra bók.“ Kristján skrifaði nokkrar bækur svo ég vissi ekki hveija hann átti við. M: „Já. Hún hét Loksins, loksim. Hann uppgötvaði Laxness." B: „Var það ekki grein sem Kristján skrifaði?" M: „Ég las þá bók aldrei. Hún kom út eftir að ég missti sjónina." Andaifak hélt ég að það hefði slegið útí fyrir mér og ákvað að ég þyrfti að komast út undir bert loft. Fann mér tilefhi til þess að kveðja þennan blinda speking sem leitaði í bókabúð til þess að stytta sér stundir. Kannski að leita sér lærisveina. Gleðileg jól? Tja, em þau til? EFNISYFIRLIT Jólasálmur.................................................2 Frá ritstjóra..............................................3 Upp komast svik............................................4 - Frásögn eftir Benedikí Jóhannesson Hvað varJón biskup að hugsa?..............................10 —Asgeir Jónsson Okkar eigin orð...........................................14 - Fleyg orð í endurreisninni - Árið 2009 i Visbendingu Þeirra eigin orð..........................................15 - Fleyg orð í úlrásinni - Úr bók Ola Björns Kárasonar Stríð ogfrióur Kjartans Olafssonar........................16 — Páll Asgeir Asgeirsson rœðir við Kjartan Heilrœði Druckers til framfara............................25 - Eyþór Ivar Jónsson Innmúrað og innvígt - 20 ár frá falli Berlinarmúrsins.....28 — Páll Slefánsson heimur Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimurhfi, Borgartúni 23,105 Reykjavík. Síini: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Netfang: visbending@heimur.is Urnbrot og hönnun: Sigurjón Kristjánsson, sjonni@heiinur.is Prentun: Oddi. Upplag: 5.000 eintök. Forsíðumynd: Búðarárfoss í Seyðisfirði, Páll Stefánsson. Öll réttindi áskilin. © Ritið rná ekki afrita án leyfís útgefanda. VÍSBENDING I 3

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.