Vísbending - 21.12.2009, Síða 6
Samt ákvað lögreglustjórinn að „kæla“ málið aðeins og Iét allan
ágúst líða og svo september án þess að grípa til opinberra aðgerða.
Hann nýtti tímann til þess að kynna sér betur bakgrunn þessa vansæla
fólks. Jarþrúður og Páll höfðu farið til Danmerkur árið 1802 og dvalið
í Kaupmannahöfn veturlangt. Ungu hjónin, Grímur og Þórunn, vom í
húsi þeirra á meðan. Páll var þá þegar orðinn tortrygginn, því að hann
hafði innsiglað geymsluna sína áður en þau lögðu í siglinguna. Hann
hafði líka talað um það við yfirheyrsluna, að innsiglið hefði verið
rofið, þegar þau komu tilbaka. Grímur neitaði því ekki heldur. Sagðist
hafa farið í geymsluna og sótt sér eldivið. Hvernig maður ákveður að
berja dóttur sína, bara af því að hún hnuplar sér viði til upphitunar á
köldu vetrarkvöldi?
Páll Breckmann var þekktur maður í Reykjavík, borgari sem
hafði rekið verslun á sínum tíma, efnast vel og var talinn stöndugur.
Kerlingin hún Jarþrúður var hins vegar talin versta flagð. Það
var enginn öfúndsverður af því að þurfa að lynda við hana nótt
sem nýtan dag. Hefði jafnvel dregið hörðustu bindindismenn að
flöskunni, hvað þá karla eins og Pál sem höfðu gaman af því að fá
sér neðan í því.
Þaðvareittsemollilögreglustjóranumhugarangri.Vinnumaðurinn
hjá Breckmann hjónunum, hann Magnús Jónsson, hafði talað um að
Grímurheíði tekið fleiraen eldivið einan úrgeymslunni. Tebollamir
væm komnir til Gríms líka. Jæja, þau söknuðu þeirra kannski ekki,
en hefðu kvartað ef hann hefði stolið brennivínsstaupunum. Svo
hafði hann verið að fjasa um einhvem pott sem þau hjón hefðu
fundið undir súðinni á loftinu hjá sér. Loks var saga um að Páli hefði
orði illt af einhverri ólyfjan frá tengdasyni sínum. Ætli karlinn hafi
ekki bara verið að staupa sig með tengdasyninum? Kannski flýtt sér
um of að bragða á heimabrugginu.
Frydensberg hafði ekki náð að yfirheyra yngri dóttur Jarþrúðar,
Þrúði. Líklega skírð í höfúðið á mömmu sinni. Hefði einhvern tíma
verið hlýtt milli þeirra mæðgna var það löngu kulnað. Kerlingin
hafði sagt orðrétt í yfírheyrslunni (og Frydensberg fletti aftur upp
í skýrslunni til þess að vera viss um að hann myndi þetta rétt) um
dóttur sína, að hún „héldi að það væri satt, sem mér hefur verið sagt,
að hún hefði drepið manninn sinn í óþrifaskap.“ Lögreglustjórinn
ákvað að spyrjast fyrir um þennan eiginmann.
Þegar Þrúður var 15 ára kom hún til Reykjavíkur, en hún hafði
alist upp hjá föður sínum í Stafholtstungum. Ekki var hún fyrr komin
á mölina en hún giftist dönskum beyki, Peder Nielsen Goitske að
nafni. Strax var altalað í bænum að hann ætti ekki sjö daga sæla hjá
konunni ungu. En að móðir sakaði dóttur sína um að hafa drepið
manninn, það var of langt gengið.
Skjótt skipast veður í lofti
Ekki varð beóið lengur en fram í október með að hefja réttarhöld yfir
Breckmann hjónunum. Lögreglustjórinn, sem líka vardómari, byrjaði
að yfirheyra Grím kjötkaupmann og Þómnni konu hans.
Þómnn kom fyrst fyrir réttinn, enda fómarlambið. Nú bar svo við
að hún gerði mun minna úr ffásögn af misþyrmingum, en ekki dró
hún alveg í land.
Grímur kom næstur fyrir dómarann. Nú var hann ekki nærri eins
bombrattur og áður og bæði dró úr ásökunum og breytti framburði
sínum. Kannski var hann búinn að heyra af því, að fógetinn hefði
spurst fyrir um hann í bænum. Samt hvarflaði ekki að kaupmanninum
unga að falla frá ákæmnni. Smám saman varð hann þó var við, að
spurningar dómarans urðu hvassari en áður.
Talið leiddist að geymslunni innsigluðu. Grímur sagðist hafa komið
að henni effir að innsiglið heíði verið rofíð. Ekkert hefði hann tekið
nema eldivið, enda neyðin verið stór og hann oröið að bjarga heilsu
konu sinnar með því að hita upp.
Höfðu þau hjónin ekki átt að gæta bús fýrir tengdaforeldrana?
Víst var það.
Fannst Grími þetta eðlilegt varsla?
Ekkert svar.
Hvað um tebollana? Tók hann þá ekki líka?
6 | VÍSBENDING