Vísbending


Vísbending - 21.12.2009, Side 7

Vísbending - 21.12.2009, Side 7
Á þessari stundu hafði Frydenberg ekki hugmynd um það hvaða stefnu málið myndi taka daginn eftir. Sístaföllu datt honum í hugað það vœri að breytast í eitthvert mesta sakamál sem menn höfðu kynnst á íslandi á þeim tíma. Jú, ekki tjóaði að neita því. Hvers vegna var það? Höföu þau hjón verið í svo mikilli te-neyð að þau urðu að fá sómasamlega bolla? Grímur var tunguheflur. En vom ekki ýmsir lleiri hlutir, sem verið höföu verið í skattholi í geymslunni, sem fundist höföu hjá Grími? Grímur fór að tafsa, en játti því loks líka. Þegaryfirheyrslunni varlokiðhöföu málin snúistsvoað Frydenberg lögreglustjóri ákvað, að Grímur heföi játað á sig þjófnað og skyldi því umsvifalaust settur í tukthúsið, sem hann haföi áður kynnst sem iýrr segir. Akæran á hendur tengdaforeldrunum var felld niður. Líkamsmeiðingar og fósturlát vom úr sögunni í bili og málið snerist um að Grímur heföi tekið til við þjófnað á ný. Danski lögreglustjórinn velti málinu fyrir sér. Fyrsta málinu sínu á lslandi. Grímur, þessi ungi kaupmaður sem honum haföi fundist svo umkomulaus í sumar, kvalinn af drykkfelldum tengdaforeldmm, var sjálfur ekkert annað en ómerkilegur þjófur og ræfill. A þessari stundu haföi Frydenberg ekki hugmynd um það hvaða stefnu málið myndi taka daginn eflir. Síst af öllu datt honum í hug að það væri að breytast I eitthvert mesta sakamál sem menn höföu kynnst á íslandi á þeim tíma. Gjafabréfiö Þegar réttarhald hófst í málinu haföi kæra verið gefin út á Pál Breckmann og Jarþrúði konu hans, en eftir yfirheyrslur yfir Grími kom í Ijós að hann haföi stolið frá þeim hjónum meðan þau vom í Kaupmannahöfn að njóta lífsins. Bæjarfógetinn tók þá óvenjulegu ákvörðun að fella niður upphaflegu ákæmna og hneppa ákærandann í varðhald. Grímur var sérstæður sakamaður. Hann var prestssonur og haföi gengið árum saman í helstu skóla landsins, Hólaskóla og Reykjavíkurskóla, þó að árangurinn heföi reyndar látið á sér standa og Grímur endað sinn feril í báðum við lítinn orðstír. Þegar hér var komið sögu ákvað Frydensberg bæjarfógeti að gera stutt hlé á réttarhaldinu þannig að hann gæti kannað betur hagi Gríms. Það kom ýmislegt í Ijós. Sunrt var svo ótrúlegt að hann gerði ráð fyrir því að menn gengju of langt í sögusögnum. Samfélagið var að færast á bami sefjunar. Bæjarfógetinn danski þekkti þetta úr sinu heimalandi. Það haföi verið geðveikur konungur í Danmörku í áratugi, Krístján VII. og um hann, ljölskylduna og ráðgjafa höföu spunnist alls kyns sögur, sem gátu ekki verið sannar, en ntenn kjömsuðu á. En stundum er sannleikurinn ótrúlegri en lygin. Hann haföi minnsta kosti um nóg að spyrja. Hann ákvað að byrja vitnaleiðslur á vinnukonunni, henni Óshildi, sem allt sagðist hafa séð og haföi lýst atburðum í smáatriðum. Hennar framburði haföi reyndar borið svo vel saman við sögu húsfreyju hennar, að það heföi átt að vekja grunsemdir fógetans. Honum var samt vorkunn, nýkominn frá Danmörku og skyldi ekkert í máli eyjarskeggja. Öllum bar saman um að Óshildur væri vitgrönn. Ekki þurfti lengi að ganga á vinnukonuna. Þegar dómarinn haföi sagt henni að við ósönnum framburði lægi hið versta straff, ærumissir og fangelsi, brotnaði stúlkan niður og sagði að Þórunn og Grímur helðu sagt henni í smáatriðum hvað hún ætti að segja. Hún haföi lítið séð til samskipta gömlu hjónanna og dóttur þeirra og sú misþyrming sem hún þó sá var lítilfjörleg. Þar með var þeirra höfuðvitni úr sögunni. Næst var Grímur leiddur aftur fyrir réttinn. Fyrst var hann spurður um stuldinn á eigum gömlu hjónanna og smá saman meðgekk hann að hafa þaðan ýmsu góssi stolið. Greip hann enn til sömu vama og áður að neyð hefði rekið sig til verknaðarins. Dómarinn ákvað nú að ganga skrefi lengra og spurði: Er það ekki rétt að þú hafir undanfarið ár verið í mestu fjárkröggum? Er það glæpur að skorta fé? Sagt er að þú getir enga vöru greitt og fáir allt upp á krít? Mínir lánardrottnar fá sína reikninga greidda. Er það rétt að þú skuldir Ama Jónssyni 780 ríkisdali? Eg man ekki hvað ég skulda honum mikið, en eitthvað er það. VÍSBENDING I 7

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.