Vísbending - 21.12.2009, Side 8
Nú var danskifógetinn sannfœrður um að ekkert íþessu
máligœtiframar komið sér á óvart. En þar átti hann
ekki kollgátuna því að ótrúlegasti hluti málsins var eftir.
Og hefur þú sett veð fyrir þessari skuld?
Ekki man ég það svo glöggt.
Samkvæmt skuldabréfi sem lagt er fram í réttinum hefúr þú lagt
norska húsið að veði. A ekki tengdafaðir þinn það hús?
Jú, hann hefur Ijáð mér veðið.
Minnist þú þess að tengdafaðir þinn hafi gefið þér húsið?
Ekki man ég það svo glöggt.
Það bætir kannski minnið að skoða þetta bréf sem lagt er fram í
réttinum. Hefur þú séð þetta bréf áður?
Jú, nú man ég að þetta er gjafabréf frá Páli Breckmann til mín fyrir
húsinu. Það er með signeti hans sjálfs.
Þú kannast við að Páll hafi skrifað þetta bréf?
Já, já, enda er nafnið hans á því.
Gætirðu stafað nafnió hans?
Hvað á rétturinn við?
Þú hefúr gengið í skóla á Hólum og í Reykjavík. Þið hafið væntanlega
lært stafrófið?
Grimur leit á skjalið og byijaði að stafa: P-á-1-1 B-r-e-c-h-m-a-n-n.
Og þú gerir enga athugasemd við þetta?
Nei, því skyldi ég gera það?
Vegna þess að Páll sjálfúr skrifar nafnið sitt með k en ekki h.
Grímur hafði aftur leikið afleik.
Potturinn
Nú taldi dómarinn rétt að víkja talinu að allt öðru máli og alvarlegra.
Hann fór að spyija um það hvort það væri rétt að Grímur og kona hans
hefðu ætlað að koma tengdaforeldrunum
fyrir kattamef. Það þurfti að toga
allt upp með töngum en sagan
var á endanum svona:
Grimur hafði setið eitt
kvöld að sumbli með
systmnum, Þómnni
konu sinni og Þrúði
mágkonu. Þeim kom
saman um að þau gömlu
væru orðin alveg óþolandi og
nú væri rétt að koma þeim fyrir
kattamef. Aætlunin vareinfbld og virtist
skotheld. Grímur lagði til stóran pott og í hann útbjuggu þau grind
úr fjórum teinum. Potturinn var svo fylltur af kalki og brennisteini.
Svo var kveikt í, en reykurinn átti að koma þeim gömlu fyrir. Þegar
þessu var lokið fóm Grímur og kona hans upp í tukthús (sem var
einskonar menningarmiðstöð drykkjuhneigðra) og settust að sumbli.
Unga ekkjan Þrúður fór með pottinn upp á loft og kom honum fyrir
undir súð við herbergi þeirra Brechmann hjóna og bætti á eldinn svo
að vel rauk.
Hún fór svo niður, stakk inn á sig brennivínsflösku sem hún hafði
falið þar, hélt rakleitt í fangageymsluna og hitti skötuhjúin, langt
komin með flösku sem þau höfðu útvegað sér. Öll þrjú vom sannfærð
um að þetta snjallræði dygði vel, því að þau gömlu væm kófdmkkin
og myndu ekki á sér kræla. Þremenningunum lá ekkert á heim, en
þegar þau loks komu til baka töldu þau að gömlu hjónin væm reykt til
ólífis. En þau vom þá sprelllifandi. Breckmann gamli hafði þurft að
sinna kalli náttúmnnar, fór fram og varð þá var við pottinn.
Daginn eftir spurðu þau gömlu hvort þau könnuðust nokkuð við
þennan pott. Grímur svaraði: „Andskotinn brenni mig, ef eg veit
nokkuð um það,“ en Þómnn kona hans sem alltaf var jafnblíð við
móður sína sagði: „Djöfullinn brenni þann eld á ykkur um tíma og
eilífð."
Fógetinn gat ekki neitað því, að þessi drápstilraun var óvenju
bíræfin, þó að hún væri reyndar fremur heimskuleg því að öllum mátti
ljóst vera að potturinn gat ekki hafa orðið þama eftir fyrir slysni. Hann
fór að skilja æ betur hvers vegna Grímur hafði ekki lokið neinum
prófúm á skólagöngu sinni.
Hin morðtilraunin þegar Grimur og kona hans nánast reyndu að
hella ólyfjan ofan í þau gömlu var álíka greindarleg. Þómnn hafði fært
móður sinni beiskan vökva í glasi. Þegar sú gamla vildi ekki drekka
tók Þómnn um hálsinn á henni og ætlaði að neyða seyðinu ofan í
hana. Skömmu síðar bauð Grímur Páli svipaðar trakleringar. Páll lá
veikur í tvo daga á eflir, en hann drakk aðeins þriðjapart úr glasinu.
Ætli einhvem hefði ekki farið að gmna eitthvað misjafnt ef gömlu
hjónin hefðu bæði hrokkið upp af með skömmu millibili?
Því var ekki að leyna að Frydenberg fógeti var farinn að bera
svolitla virðingu fyrir Breckmann hjónunum. Þau vom ekki að klaga
í lögregluna þó að stolið væri frá þeim heilu liúsi eða reynt að hella
ofan í þau eitri. Ekki einu sinni þó að reynt væri að kæfa þau inni. Ef
Grímur sjálfur hefði ekki verið svo heimskur að kæra gömlu hjónin
hefði líklega ekkert komist upp.
Nú var danski fógetinn sannfærður um að ekkert í þessu máli gæti
framar komið sér á óvart. En þar átti hann ekki kollgátuna því að
ótrúlegasti hluti málsins var eftir.
Vinnukona œttuð úr Mosfellssveit
Síðustu vikuna í október kom fyrir réttinn Gyríður Þorkelsdóttir
vinnukona, sem átti æltir að rekja upp í Mosfellssveit. Fáir virtust átta
sig á tengslum hennar við málið. Eflir spurningar um nafn og stöðu
hófúst yfírheyrslur.
Er það rétt að þú hafir undanfarinn vetur átt við mikinn lasleika að
stríða?
Já, það er rétt, að ég var með köflum mjög kvalin.
Tókst þú á þessum tíma inn einhveija mixtúm?
Já, ég gerði það.
Og veistu hvað í mixtúmnni var?
Ekki gjörla, en þó veit ég að í henni var saffran, kvikasilfúr og kamfóra.
Tókst þú þessa blöndu til þess að vinna bug á sársaukanum?
Nei.
Vom þá engin tengsl á milli blöndunnar og kvalanna?
Jú. Verkimir komu eftir að ég tók hana inn.
Hver gaf þér þessa ólyfjan?
8 | VÍSBENDING