Vísbending


Vísbending - 21.12.2009, Side 14

Vísbending - 21.12.2009, Side 14
ÚR VÍSBENDINGU 2009: OKKAR EIGIN ORÐ FLEYG ORÐ í ENDURREISNINNI Vegna óvissunnar um hve löng og djúp kreppan verður er líklegt að menn grípi til aðgerða sem ekki fylgja neinni áætlun, ráðast á rangan vanda eða taka of hart á þeim rétta. Loks er líklegt að í fátinu sjái fáir tækifærin sem í kreppunni kunni að felast. Hvernig er hægt að græða á kreppu? 2. tbl. Málifelsi er forréttindi hinna dauðu, einkaeign hinna dauðu. Þeir geta sagt sína skoðun án þess að móðga nokkum mann. Þeim dauðu leyfist margt. Forréttindi þess grafna eftir Mark Twain, 4. tbl. Þessa dagana er hætt við að ímynd landsins sé talsvert öðruvísi. Heimsbyggðin iylgist með farsakendum bréfaskriftum forsætis- ráðherra og seðlabankastjóra. Forsetahjónin kýta í erlendum fjölmiðlum og forsetafrúin segist þurfa að vera skoðanalaus eins og arabakona. Sterk ímynd, 6. tbl. Þjóðin er í þeirri stöðu að ekki er úr öðru en slæmum kostum að velja. Þess vegna skiptir öllu að til forystu í ríkisstjóm veljist einhver sá sem hefur þor til þess að taka ákvarðanir og hefur vit til þess að velja leiðir sem virðast skynsamlegar. A slíkum stundum er afar óheppilegt að menn eyði tíma í mál sem mega bíða. Nú dugir ekki endalaust moð. Þjóðin þarf leiðtoga. Allt að vopni, 10. tbl. Matgir ráðherrar hafa hins vegar breyst í augum samferðamanna sinna við það að fá völd. Algengt er að kvartað sé yfir því að þeir verði skap- styggir og taki öllum ábendingum illa. Síst af öllu vilja þeir láta leiðrétta sig. Þessi hegðun er afar óheppileg því að enginn þarf meira á aðhaldi og ráðum að halda en sá sem ræður. Völd og veikindi, 13. tbl. Tjónið vegna þess að gjaldmiðillinn hrapaði er líklega nálægt þremur þúsundum milljarða fyrir heimili og fyrirtæki á árinu 2008. Þetta er líklega mesta eignaupptaka Islandsögunnar. Þeir sem bera ábyrgð á því em þeir stjómmálamenn sem undanfarinn áratug hafa staðið gegn því að Islendingar hæfu undirbúning að því að taka upp nýjan gjald- miðil. Hverju hefði annar gjaldmiðill breytt? 15. tbl. Það er ekki bara í stjómmálum á Islandi sem foringjar vilja ekki heyra gagnrýni. Þetta er vel þekkt um heim allan, alls staðar þar sem menn stýra félögum, fyrirtækjum eða samfélögum. Þegar traustió hverfur, 23. tbl. „Virðing er mér efst í huga. Völd og peningar em aðeins leiðin til virðingar" segir hann í viðtali í Forbes í mars 2005. Blaðið segir: „Eins og forfeður hans víkingamir varð Björgólfur Thor reiður, hefhdi sín og varð mjög ríkur.“ Björgólfur yngri lýkur viðtalinu sem hér segir: „Ég hef öðlast þá virðingu sem ég vildi. Nú get ég hafið seinni helm- ing lífs míns.“ Rætur hrunsins (2003-2005), 24. tbl. Kannski springur stjómin á einhverju þeirra, sennilega þá ríkisfjár- málunum. Ekki vegna þess að formenn stjómarflokkanna skorti vilja heldur virðast þeir ekki hafa aga yfir samflokksmönnum sínum. Eink- um virðist þingflokkur VG hafa litla hugmynd um það hvernig eigi að vera í rikisstjóm. Hvenær ná íslendingar botninum? 29. tbl. Ef reiknað er með því að íslendingum myndi fækka með sama hætti og Færeyingum og fækkunartölumar reiknaðar á tekjudreifingu árið 2007 frá Ríkisskattstjóra, fæst að launatekjur í heild minnka um 16%. Hve mikið lækka tekjurnar í hcild? 31. tbl. Það skýtur reyndar skökku við að menn reyni að tala upp gengi krón- unnar á heimamarkaði og halda því fram að gengið geti fljótlega farið 14 VÍSBENDING í hæstu hæðir eins og áður. Afar ólíklegt er að svo verði. Hvar á að fjárfesta núna? eflir Eyþór ívar Jónsson. 32. tbl. Þeir, sem predikað hafa óréttlæti þess að tekjur skiptist ójafht, gefa í skyn að með meira réttlæti hljóti almenningi að líða betur. Reynslan sýnir að þetta er fjarri sanni. Líklega hefur líðan almennings aldrei verið verri en nú, þegar stór hluti þjóðarinnar sefur ekki fyrir fjárhagsáhyggjum og margir hugsa sér að flytja úr landi. Líður fólki betur þegar tckjujöfnuður er meiri? 35. tbl. í Fátækir finna fyrr og verr fyrir kreppu og eiga mun erfiðara með að rísa upp aftur að henni lokinni en hinir sem njóta betri aðbúnaðar. I bráð er því kreppan harðari í þróunarlöndum og í lengd er leiðin upp úr henni torsóttari. Hvers vegna leggst kreppan nteð meiri þunga á þróunarlönd? eftir Stefán Jón Hafstein. 36. tbl. A þeim tíma var sagt að lögin beindust að einum manni. Fjómm ámm síðar vom flestir fjölmiðlar landsins komnir í eigu auðjöfra. Þeir urðu gagnrýnislausir á ásfandið, sérstaklega ef vikið var að eigendum þeirra. Hvað getum við lært af mistökunum? 37. tbl. Og það var um þetta leyti, sem tímaritið Economist birti grein um Island undir fyrirsögninni Tight little islcmd. Þeir lögðu út af efhi jrekktrar kvikmyndar,sem hlotið hafði mikla aðsókn víða um heim. Hún fjall- aði um skip hlaðið vínföngum, sem strandar við eina af skosku eyjun- um. Eyjarskeggjar bjarga fanninum í land og siðan fer öll eyjan á eitt dásamlegt fyllirí. Greinarhöfundi fannst framferði íslendinga svipað, þjóðin öll vildi vera á endalausu fylliríi, eyða og spenna. Islendinga skorti allan sjálfsaga og sjálfstjóm. Þetta var bara allt annað líf! Jónas Haralz níræður. Úr viðtali við Jónas, 40. tbl. íslendingar eru vanir því að stjómmálamenn skipti um skoðun eftir því hvort þeir eru í stjóm eða stjómarandstöðu. Lýðskmm er vænlegt til árangurs og þeir sem sífellt segjast geta gert allt fyrir alla, án þess að það kosti neitt, ná árangri til skamms tíma. Vér einir vitum, 42. tbl. íslenska krónan getur ekki þjónað þjóðinni til frambúðar. / Innan Evrópusambandsins yrði evran nýr gjaldmiðill. Utan ‘ þess þarf að finna nýjar leiðir eins og aðrar smáar þjóðir hafa gert. Spáð í efnahagslífið. Sigurður B. Stefánsson svarar, 44. tbl. Þrot bankanna var óumflýjanlegt eflir árið 2005. Þá vom bankamir og fylgifélög þeirra komin í þrot. Hið endanlega hmn hófst strax þegar Landsbanki og Búnaðarbanki vom seldir, einkavæddir. Það hefur komið i Ijós, að kaup bankanna vom skuldsettar yfirtökur og bankar verða aldrei öflugri en eigendurnir. Spáð í efnuhagslífið. Vilhjálmur Bjamason svarar, 45. tbl. Við emm þegar farin að sjá til þess hóps manna, sem þykist betur í stakk búinn en aðrir til að segja afdráttarlaust fyrir um það, að íslenska þjóðin glati sjálfstæði sínu, menningu og tungu með frekara samstarfi við aðrar þjóðir, einkum Evrópuþjóðimar. Þeir sem þannig tala hafa þann sið að gera sem minnst úr málefnalegum rökum viðmælenda sinna og láta eins og þau hnígi öll að því að þurrka íslensku þjóðina út úr samfélagi þjóðanna. Hræðsluáróður af þessu tagi er alls ekki nýr í íslenskum stjómmálaumræðum. Kommúnistar héldu honum á loft um árabil. Samtök gegn ógerðum samningi. Úr grein eftir Bjöm Bjamason árið 1991,46. tbl. K

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.