Vísbending


Vísbending - 21.12.2009, Qupperneq 18

Vísbending - 21.12.2009, Qupperneq 18
„Ég gladdist við andlát Stalíns því mér leist ekki á framgöngu hans undir lok œvinnar en ég þekkti eldra fólk á Akureyri sem sumt var harmi slegið. “ Kalda stríðinu lauk þann 25. desember 1991 þegar Ráðstjómarríkin, sem alþýða manna kallaði Sovétríkin voru formlega leyst upp og lögð niður. Þetta er í stuttu máli það sem stendur í alþýðlegum uppsláttarritum um hið kalda stríð semstóðfrá 1945-1991. Þótt vopnum væri oft beitt á þeim tíma sem kalda stríðið stóð yfir þá var stríðið að mestu hugmyndafræðilegs eðlis. Annars vegar hugmyndafræði sósíalismans sem ríkjablokkin í austri aðhylltist og hins vegar Bandaríkin og önnur þau ríki sem aðhylltust frjálst markaðskerfi, lýðræði og kapítalisma. Kapítaiistarog kommúnistar, Vinstri og hægri. Austur og vestur. Þetta voru pólarnir á rafgeymi kalda stríðsins. Uppreisnin í Ungverjalandi 1956, bygging Berlínarmúrsins 1961, átökin um Kúbu, uppreisnin í Tékkóslóvakíu 1968 og hmn Berlínarmúrsins 1989. Allt voru þetta áfangar í þróun kalda stríðsins og varnarbaráttu sósíalismans, upptaktur að endalokum heims sem fórst ekki með hvelli heldur kjökri eins og skáldið hafði spáð. Áskrifandi við fermingu Kjartan var 12 ára þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk og veröldin tók að skipa sér í herjylki hins kalda stríðs, tœpra 16 ára þegar ísland gekk í Nató 1949 og því er rétt að spyrja jyrst hvers vegna varð hann kommúnisti? „Halldór Laxness sagði einu sinni að hann væri ekki nógu merkilegur maður til að vera kallaður kommúnisti og ég hengdi aldrei það merki á mig. Ég var um skamman tíma, nánar tiltekið fjögur ár, mjög sannfærður marxisti þegar ég var ungur. A þeim árum má svo sem segja að ég hafi verið kommúnisti án þess að vera með gæsalappir utan um það en bara þá 1952-1956. Ég var alinn upp á fátæku heimili. Móðurbróðir minn, umboðs- maður Máls og menningar gaf mér árs áskrift að félagsbókum þess forlags og Tímariti Máls og menningar í fermingargjöf,“ segir Kjartan sem var trúlaust fermingarbam, saup á kaleiknum af þægð og tillitssemi við móður sína og ömmur en Iét nægja að bæra varimar meðan hópurinn þuldi trúarjátninguna. „Það var við lestur á því sem ég þarna fékk í hendur sem ég varð vinstrisinnaður." Kjartan taldi eins og margir fleiri að innganga fslands í hemaðarbandalagið NATO 1949 væri svartur blettur á sögu hins fimm ára íslenska lýðveldis. Fortetinn sendir samáðark*eíii‘ Malenkoff foriœfisráSherra Molotolf ufanrtkisráSh., Voroshiloff MóttakaiSovct- sendiráðinu i daf Kvikmyndasýninf JÓSHF STALIN LATINN Milljón manna heiur slreymi iram hjó líkbörum hans sóUrhringe eflir he'UblóöUll. |nl ,, |r * ,i«. 1 —............ ItkbOrunum rr mor»n»»l. Helztu œwiatriði 18 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.