Vísbending


Vísbending - 21.12.2009, Side 19

Vísbending - 21.12.2009, Side 19
„Þá varég enn staddur í mínum fæðingarhreppi að vinna í frystihúsi til að safna mér fyrir skólagöngu og var farinn að vera með kjaftinn uppi á mínum vinnustað. Mér var mjög heitt í hantsi. Umboðsmaður Þjóðviljans í Súgandafirði, gamall maður, á aldur við Lenín, sjáðu til, frétti eitthvað af þessu og býður mér áskrift að blaðinu sem ég þáði með þökkum. Ég las Þjóðviljann, Tímarit Máls og menningar og bækur sama forlags. Þetta var mitt veganesti þegar ég fór í menntaskóla og gerðist málsvari Sósíalistaflokksins. Ég hafði á þessum tíma engin kynni af forystumönnum sósíalista eða öðrum stjómmálamönnum og hafði það ekki fyrr en ég gekk í flokkinn 1952.“ Hverjir voru kommúnistar? Kjartan gekk í Menntaskólann á Akureyri og var þar nentandi þegar Jósef Stalín dó í mars 1953. Fréttir af veikindum hans og síðar andláti voru í ftmmdálk á forsíðu Þjóðviljans nokkra daga í röð og Austurbæjarbíó troðfylltist á sérstakri minningarsamkomu um „hinn mikilhæfa leiðtoga" eins og hann var títt kallaður. „Ég gladdist við andlát Stalíns," segir Kjartan, „því mér leist ekki á framgöngu hans undir lok ævinnar en ég þekkti eldra fólk á Akureyri sem sumt var hanni slegið.“ Vegna þess að samtal okkar snýst um hið kalda stríð spyr ég Kjartan hvort ísland hafi skipst í fylkingar hægra og vinstra megin við víglínu strax að stríði loknu. „Sú víglfna var fyrir hendi frá því fyrir stríð. I augum margra skiptust fylkingar kalda stríðsins þannig að annarri tilheyrðu þeir sem studdu Bandaríkin og hinni þcir sem studdu Sovétríkin. Þetta er samt of einföld skýring. Ég varð snemma allvel kunnugur í Sósíalistaliokknum og get sagt frá því að þrír meginstraumar höfðu mótandi álirif á hugi flokksmanna. Einn þeirraátti upptöksín íhollustu við alþjóðahreyfingu sósíalismans og trúnni á Sovétríkin. Annar snerist um verkalýðsbaráttuna á íslandi, sem þá var mjög hörð, verkföll tíð og stóðu oft lengi og sífellt verið að kjósa eftir pólitískum línum í verkalýðsfélögunum. Þriðji hugmyndastraumurinn og sá sem efidist mjög á árunum kringum 1950 spratt úr andstöðunni gegn herstöðvabeiðni Bandaríkjamanna, andstöðunni gegn inngöngu Islands í Atlantshafsbandalagið og gegn endurkomu bandaríska hersins 1951. Við töldum okkur halda á lofti merki sjálfstæðisbaráttunnar frá fyrri tíð, vildum tryggja innlend yfirráð yfir auðlindum landsins og atvinnulífi og verja íslenska menningarhelgi - ekki að forðast erlend áhrif en hamla gegn því að hin amerísku yrðu alls ráðandi. Allir þessir þrír höfuðstraumar léku um hugi fólksins í Sósíalistaflokknum en mótandi áhrif þeirra á hvem og einn vom mjög breytileg." Hverjir afþessum hópum kölluðu sig kommúnista? „Mjög stór hluti forystusveitar Sósíalistaflokksins var fólk sem hafði verið í Kommúnistaflokknum og leit á sig sem kommúnista. Sjálfstæðisþátturinn, sem ég nefndi áðan, hafði hins vegar mest vægi fyrir ntig og marga fieiri, ekki síst yngra fólkið. Ég vil samt benda á að þeir forystumenn sem sterkust tengsl höfðu við Sovétríkin eins og Einar Olgeirsson og Kristinn Andrésson vom báðir logandi ættjarðarvinir að eigin mati og annarra. Varðveisla íslenskrar menningar og hvemig hún gæti blómstrað í nútíð og framtíð var afar ríkur þáttur í hugarsýn þessara manna beggja. Menn segja eftir á að það sé engin leið að sameina hollustu við Sovétríkin og baráttuna fyrir sjálfstæði íslands en þversögnum mannshugans em lítil takmörk sett. Ef þú lest það sem Kristinn Andrésson skrifar unt íslenska menningu þá sérðu eldheitartilfinningar. Þetta varekkert sem Kristinn spann upp til að plata menn til að halla sér að Stalín og var jxi enginn hollari Sovétríkjunum en hann." Hin blinda trú á lokatakmarkið Sú mynd sem er dregin upp af sósíalistum þessa tíma er samt sú að þeirra œðsti draumur hafi verið að konta á sósíalísku þjóðskipulagi á Islartdi sem vœri þá um leið hluti afalheimsveldi sósíalismans. Var þetta ekki svona í hugum þessara manna sem þú nefiidir? Leiðari Einars Olgeirssonar við lát Stalíns Stalín er látinn. Með honum hafa allir hinir fjórir miklu brautryðjendur og lærifeður sósíalismans: Marx Engels, Lenín, Stalín, kvatt oss. Einhverri stórbrotnustu ævi, sem lifað hefur verið, er lokið. Með klökkum hug og djúpri virðingu hugsa allir þeir, sem berjast fyrir sósíalisma á jörðinni til hins ógleymanlega, látna leiðtoga. Vér minnumst hins unga eldhuga, sem vakti undirokaða þjóð sín til baráttu fyrir frelsi, og tendraði neista sósíalismans í brjósti kúgaðs verkalýðs Kákasuslandanna. Vér hugsum til baráttumannsins, sem í banni 'keisara' og kúgunarvalds skipulagði verkalýðshreyfinguna í hinu víðlenda Rússaveldi, þoldi fangelsanir og pyntingar harðstjórnarinnar, var sjö sinnum sendur í útlegð til Síberíu og lét aldrei bilbug á sér finna. Vér minnumst flokksforingjans, sem við hlið Léníns, skóp Bolshevikkaflokkinn og skipulagði hann til að vinna það stórvirki, sem mestum aldahvörfum veldur í veraldarsögunni. Vér minnumst hugsuðarins, sem, sjálfur fæddur af smárri þjóð, auðgaði sósíalismann með kenningunni um- óafsalanlegan rétt þjóðanna til sjálfstæðis. Vérminnumstbyltingarleiðtogans, sem við hlið Leníns, stjórnaði uppreisn alþýðunnar og leiddi hana fram til sigurs byltingarinnar miklu 7. nóvember 1917. Vér minnumst þess læriföður sósíalismans, sem á úrslitastund í þróun mannkynsins mótar kenninguna um uppbyggingu sósíalismans í einu landi og gerir þarmeð Sovétríkin að því óvinnandi vfgi verkalýðsins, sem þau nú eru. Vér hugsum til þess framsýna, stórhuga þjóðaleiðtoga, sem stjórnaði því stórvirki að gerbreyta niðurníddri, tæknilega frumstæðri, ættjörð sinni í sósíalistískt þjóðfélag mikilfenglegrar tækni og stórfengustu skipulagningar, sem sagan þekkir. Vér minnumst hetjunnar, er stóð mitt meðal blæðandi þjóðar sinnar á grafhýsi Leníns í Moskvu 7. nóvember 1941, elskaður og dáður af öllum frelsisunnandi mönnum heims, og sneri vörn sinnar hraustu þjóðar gegn ósigruðum nasistaher, er þá stóð 35 kílómetra frá Moskvu, upp í þann sigur, sem molaði ófreskju fasismans og forðaði öllum heimi frá harðstjórn hans. Vér fögnum því að hann lifði það, að sjá landið sitt aftur grætt af þeim sárum, er það hlaut þá, — að sjá hugsjónir og stefnuna, sem hann ungur helgaði líf sitt, svo sterka og volduga í veröldinni, að engin auðvaldsöfl fá hana framar bugað. Vér minnumst þess að fram á síðustu stund hélt hann áfram að vísa veginn — þjóðum sínum brautina til kommúnismans, mannkyninu öllu leiðina til friðar. Vér minnumst mannsins Stalíns, sem hefur verið elskaður og dáður meir en flestir menn í mannkynssögunni áður og naut slíks trúnaðartrausts. sem fáir menn nokkru sinni hafa notið, — en lét sér aldrei stíga þá ást og aðdáun til höfuðs, heldur var til síðustu stundar sami góði félaginn, sem mat manngildið ofar öllu öðru, eins og þá er hann fyrst hóf starf sitt. Gagnvart mannlegum mikilleik jaessa látna baráttufélaga drúpum við hölði, — í þökk fyrir allt, sem hann vann fyrir verkalýðshreyfinguna og sósíalismann, — í djúpri samúð við flokk hans og aljoýðu Sovétríkjanna. VÍSBENDING I 19

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.