Vísbending - 21.12.2009, Page 20
A vegg í vinnustofu Kjartans er þessi myndfrá janúar 1956. Hér sitja þau saman Einar Bragi skáld, Guðrún Anna Magnúsdóttir og
Kjartan Olafssson. Hún var fyrrum heitkona alþýðuskáldsins, Magnúsar Hjaltasonar, sem sést í ramma.
„Þetta er viss einföldun. Kynslóð Einars og Kristins, stofnendur
Kommúnistaflokksins, sáheiminn íljósi geigvænlegrarmissskiptingar
auðsins - andstæðum allsnægta fárra en örbirgðar flestra hinna.
Ég minni á að samkvæmt nýlegum tölum frá Háskóla Sameinuðu
þjóðanna eiga 2% jarðarbúa meira en helming af öllum auðnum en
hinn fátækari helmingur fólksins aðeins 1,1% af veraldarauðnum og
gjáin þama á milli fer breikkandi.
A nítjándu öld urðu stórkostlegar framfarir í vísindum og tækni og
á áratugunum kringum 1900 tóku margir trú á að allri þeirri mannlegu
eymd og kvöl sem er að baki misskiptingar auðsins mætti útrýma.
Með því að efla samstöðu og kosta öllu til þá kæmust menn á strönd
framtíðarlandsins, ef ekki á tuttugustu öldinni þá á þeirri næstu. Þessi
hugmynd fólst í marxismanum og menn urðu alteknir af henni og
vildu fóma nær hverju sem var til þess að þetta mætti takast.
Pólitísk afstaða og sannfæring margra þcirra sem vom í
Kommúnistaflokknum var mjög nálægt því að vera trúarsannfæring.
Hinir sannfærðu marxistar vom margir hjartahreinir menn og
fómfúsir, reiðubúnir að vinna kauplaust fyrir málstaðinn og borga af
litlum efnum það sem borga þurfti, sumir hverjir tilbúnir að leggja
lífið að veði. Það var trúin sem glapti þeim sýn.
Allir slíkir menn em á vissan máta hættulegir, því þeim er hætt
við að tapa tengslum við raunvemleikann, en öðlast hinsvegar oft á
tíðum ótrúlega mikinn kraft til að láta til sín taka og verða við vissar
aðstæður að mjög miklu liði í réttindabaráttu, ná ærið oft að koma
mörgu góðu til leiðar, en þeir em annarrar gerðar en sléttir og felldir
menn úr borgaralegum flokkum.
Þessir menn trúðu á þá framtíð að sósíalisminn færi með sigur
af hólmi í heiminum. Kommúnismi var æðra þjóðfélagsástand sem
átti að taka við af sósíalisma. Þannig átti þjóðfélagið að þroskast
frá sósíalisma til kommúnisma, til þjóðfélags þar sem engar stétta-
andstæður væm til. Einskonar paradís þar sem allir menn legðu fram
vinnu eftir getu og fengju laun eftir j)örfum. Þetta var útópía hinna
sanntrúuðu, sjálft lokatakmarkið.
Ég heyrði oft þetta orð: Lokatakmark. Brynjólfi Bjamasyni var það
tamt. En menn sáu það einnig fyrir sér að hver þjóð fengi að blómstra
í þessum aldingarði, réði sér sjálf, efldi sína menningu og allt snerist
þetta um þá trú að ef vel væri að alþýðunni búið mætti hefja hana upp
á menningarstig sem aldrei hafði verið fyrir hendi. Sérhver vinnukona
og eyrarkarl áttu að fara að lesa góðar bækur, njóta myndlistar og
tónlistar og þroskast. Trúin á manninn var mjög sterk, sú trú að þegar
búið væri að útrýma arðráni og fátækt næði maðurinn fyrst tökum á
sjálfum sér og tilvemnni -yrði sá sem hann átti að vera.
Menn héldu semsagt að uppskera sósíalismans yrði í raun nýr
maður. Þessari trú brá talsvert fyrir og ég hygg að hún hafi verið
útbreidd um allan heim,“ segir Kjartan.
Rœða Khrúsjovs og innrásin
í Ungverjaland breyttu viðhorfinu
Trúðir þú á þetta af heilum hug?
„Nei. Innan Sósíalistaflokksins voru mikil og skörp skil milli kynslóða
í þessum efnum. Menn sem höfðu orðið gripnir af þessari sterku
sannfæringu, lifað sem unglingar byltinguna í Rússlandi og gengið
í gegnum allt sem gerðist á fjórða áratugnum án þess að varpa af sér
trúnni, þeirra sannfæring var miklu sterkari heldur en þekktist í minni
kynslóð.
„Hitt er svo annað mál að alveg fram til
1968 héldu ég og mínir félagar í einhverja
von um Sovétríkin en sú von þurrkaðist út
við innrásina í Tékkóslóvakíu á því ári.“
20 | VÍSBENDING