Vísbending


Vísbending - 21.12.2009, Qupperneq 24

Vísbending - 21.12.2009, Qupperneq 24
Leitað í skjalasöfnum í Berlín Ég dvaldist í einn mánuð á síðasta ári í Berlín og var að rannsaka samskipti stjórnvalda í Austur-Þýskalandi og stofnana á þeirra vegum við einstaklinga og félagasamtök á fslandi. Það er búið að flokka mjög vel ýmis skjalasöfn frá þessum tíma og ég skoðaði tímabilið frá stofnun alþýðulýðveldisins og allt fram yfir 1980. Afrakstur þessarar ferðar, nær 500 skjöl, afhenti ég svo Þjóðskjalasafninu og það verður þar opið til aflestrar öllum frá næstu áramótum 2009/10,“ segir Kjartan og bætir við að það yrði of langt mál að skýra nánar út það sem hann komst á snoðir um þar eystra. En fannstu eitthvað sem kom þér á óvart? „Ojá mér er óhætt að segja það. Þetta er sagnfræði og það verða engar pólitískar bombur í nútímanum út af þessu en fáeinir áhugamenn kynnu að vilja líta á þessi gögn.“ Voru þessi samskipti meiri og nánari en þú áttir von á? „í mörgum tilvikum voru þau það. Einar Olgeirsson og fleiri áttu meiri samskipti við forystumenn í Austur-Þýskalandi en ég vissi um. En þetta eru umræður um stjómmálaástandið, engar njósnir. Skilin milli kynslóða í Sósíalistaflokknum verða ákaflega ljós við lestur þessara bréfa. Ég taldi skyldu mína að koma öllum þessum gögnum hingað heim og gera þau aðgengileg." Rússagullið fór til Móls og menningar Á árum kalda stríðsins var mikið talað um fjárstyrki frá Sovétríkjunum til íslenskra skoðanabræðra og Morgunblaðið talaði um Rússagullið og bygging Máls og menningar við Laugaveg var kölluð Rúblan í háðungarskyni. Þetta töldu vinstrimenn þeirra ára ósvífnustu Moggalygi en seinna hefur komið á daginn að var hárrétt. í grein sem Kjartan birti í Morgunblaðinu 3. nóvember 2006 greinir hann frá því að formaður Sósíalistaflokksins hafi á árum kalda stríðsins tekið við samtals 170 þúsund dollumm frá sovéskum stjórnvöldum til nota hérlendis. „Þetta er skýr niðurstaða áralangrar og mjög vandaðrar sam- norrænnar rannsóknar á skjalasöfnum í Moskvu sem birt var árið 2001 í bókinni Guldet fra Moskva. Þessir peningar fóm allir til Máls og menningar eins og fram kemur í skýrslum sem birtar hafa verið um samtöl Einars Olgeirssonar við sovéska sendiherrann á Islandi. Ætla má að styrkurinn frá Moskvu hafi dugað fyrir um það bil helmingi af kostnaði við byggingu hússins á Laugavegi 18. Um þessar fégjafir vissi enginn nema Einar og Kristinn E. Andrésson og hugsanlega einn eða tveir menn aðrir. Við rannsóknir á skjalasöfnum í Moskvu hefur ekkert komið í ljós um fjárframlög þaðan til Þjóðviljans nema ein undarleg pappírssending frá árinu 1950. Hið sama á við um rannsókn mína í Berlín. Hið litla sem þar var að finna um peninga, sneri að Máli og menningu. Auðvitað var Þjóðviljinn hliðhollur stjómvöldum í Moskvu fyrr á árum ekkert síður en Morgunblaðið og Alþýðublaðið stjórnvöldum í Washington. Hitt vil ég þó líka leyfa mér að nefna að menn geta leitað meðlogandi ljósiumalltblaðiðfráminniritstjóratíð 1972-78og 1980- 83 og þeir munu ekki finna eina einustu línu sovétstjórninni í Moskvu til hróss nema þá í aðsendum greinum, rituðum undir nafni.“ Tilraun sem hlaut aö mistakast Við fáum okkur tebolla í lok samtalsins og tal okkar berst að endalokum sósíalismans og hmni þeirra sæluríkja sem menn áður trúðu á. „Ég trúði aldrei á neitt sæluríki nema þá sem unglingur á „En tilraunin hlaut aö mistakast vegna þess að manneskjan ber ekki gœfu til að geta tryggt jöfnuð og réttlœti með varanlegum hœtti. Hún er þannig gerð.“ hugmyndina um slíkt fjarlægt framtíðarland. Hitt er annað mál að margir eldri félagar mínir úr Sósíalistaflokknum héldu of lengi í vonina um að Sovétríkin kæmust, þrátt fyrir allt, að lokum á rétta braut og hrun þeirra olli því fólki sárum vonbrigðum. Margir ágætir menn segja: Þessi tilraun til að byggja upp sósíalisma mistókst en hún verður reynd á ný og þá mun ganga betur. Menn komast að lokum til framtíðarlandsins. Hjá mér eru engar slíkai' gyllivonir fyrir hendi. Ég hef fyrir nokkrum áratugum komist að þeirri niðurstöðu að sú von sem maður hafði um að manneskjan væri fær um að útrýma fátæktarinnar böli úr veröldinni og lyfta sjálfri sér á hærra plan hefur við fátt að styðjast. Sjálf grunnhugmynd kommúnismans var ákaflega freistandi og með hliðsjón af sigrum mannsandans í vísindum og tækni gat vart hjá því farið að alvarleg tilraun yrði gerð til að hrinda henni í framkvæmd. En tilraunin hlaut að mistakast vegna þess að manneskjan ber ekki gæfu til að geta tryggt jöfnuð og réttlæti með varanlegum hætti. Hún er þannig gerð. Margt af því sem Morgunblaðið sagði um Sovétríkin á sínum tíma var rétt en flest sem við sögðum og skrifuðum um djöfuldóm heimskapítalismans var líka rétt. Þess vegna stöndum við öll, fólkið á jörðinni, höllum fæti. Búskaparhættir auðvaldsþjóðfélagsins eiga stærsta þáttinn í því að færa okkur nær og nær heljarbrúninni -gera jörðina óbyggilega. „Sviði úrræðaleysis smýgur inn í smæstu bein okkar,“ segir skáldið góða í nýlegu kvæði og eru orð að sönnu. Fyrir því finna allir hugsandi menn um víða veröld. En þú spyrð um vonina. Svar mitt er þetta: Eina vonin felst í lillu skrefunum, að þau verði nógu mörg og nægilega stór til að hindra það versta. Önnur haldreipi eru ekki í boði.“ K 24 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.