Vísbending


Vísbending - 21.12.2009, Page 26

Vísbending - 21.12.2009, Page 26
Það þurfti hóp eins og InDefence til þess að vekja athygli á hve alvarlegir vankantar voru á samkomulaginu. Þrátt fyrir að flestum ætti að vera ljóst að þegar horft er yfír farinn veg, að betur væri komið fyrir þjóðinni ef hún hefði einhvem tíma efast, er enn í dag enginn áhugi fyrir því að spyrja mikilvægra spuminga. Sem dæmi má taka að þrátt fyrir að stjómarhættir íslenskra fyrirtækja og stofnana séu einn af þeim þáttum sem brást, er lítill áhugi á að gera neitt í þeim málum sem máli skiptir. Góðir stjómarhættir snúast um að spyrja spurninga. Hvaö eigum viö EKKI að gera? Ein af hugmyndum Druckers var að spyrja „EKKP' spuminga, þ.e.a.s. spuminga sem vom hefðbundnar að öðm leyti en „ekki“ hafði verið bætt inn í þær. Þetta orð gerði það að verkum að spumingin varð í raun allt önnur. Þannig spurði Dmcker stjómendur oft að því hverjir væm EKKJ viðskiptavinir þeirra og af hverju. Þessi nálgun er enn lítið notuð, en segir oft mikilvægari sögu um hvað fyrirtækið gerir en að skoða einungis hverjirem viðskiptavinir þess eða ættu að vera það. Ein af hugmyndum Druckers var aö spyrja „EKKI“ spurninga, þ.e.a.s. spurninga sem voru hefðbundnar aö öðru leyti en „ekki“ hafði verið bœtt inn í þœr. Frægasta „ekki“ spurning Druckers er nauðsynleg fyrir stjómendur. Hann spurði einfaldlega: Hvað á fyrirtækið EKKI að gera núna? Þetta er góð spurning vegna þess að það er oft erfitt að hætta einhverju þrátt fyrir að það hafi neikvæð áhrif á reksturinn og standi í vegi fyrir framförum. Sennilega væri það miklu betri spurning fyrir Island og íslendinga í dag að spyrja sig hvað við ættum EKKI að gera, í stað þess að tala um það sem við ættum að gera. Við ættum t.d. EKKI að reyna að drepa þau fáu fyrirtæki sem eru einkarekin í dag, við ættum EKKI að leyfa sömu aðilum og komust yfir fyrirtæki með skuldsettum kaupum að halda þeim áfram, við ættum EKKI að vernda ríkisrekstur og umfang sem miðast við ríkustu þjóð í heimi, við ættum EKKI að láta stjómast af óupplýstum skoðunum áhugamanna og framapotara. Það gæti kannski hjálpað þjóðinni fyrr á rétta braut að ákveða hvað við eigum EKKI að gera en stanslaust orðaskak um hvað við ættum að gera. Skipulagsheildin bregst frekar en fólkiö Drucker er einn þeirra sem benti á það um miðja tuttugustu öldina að stjórnir fyrirtækja gætu ekki virkað eins og þær ættu að gera, einfaldlega vegna þess að sem skipulagsheild væm þær gallaðar. Það er skortur á tírr þekkingu og yfirsýn sem gerir þe fært að sinna því hlutverki og ábyrgð sem þær hafa. Þess vegna er stundum talað um stjórnir fyrirtækja eins og þær væm jólaskraut. Þær em oft ekki til þess fallnar að hafa eftirlit og laka mikilvægar ákvarðanir. Dmcker hafði þetta viðkvæði í fleiri efnum, kallaði eftirendurskoðun á skipulagi og umgjörð frekaren að gagnrýna fólk. Ástæðan fyrir því að við spyrjum ekki réttu spurninganna er hugsanlega sú, að skipulagið gefur ekki tækifæri til þess. Hluti al' skipulaginu er þó að finna rétta fólkið fyrir skipulagsheildina. Það er hins vegar mikil einföldun að halda því fram að einungis hafi nokkrir einstaklingar bmgðist á Islandi í stað þess að taka á þeim göllum sem má finna í skipulagsheildum. Auðvitað hafa allmargir fslendingar verið stjórnlausir á undanfömum árum, en að hluta til skýrist það af því að kerfið gerði þeim það kleift. Flestir gera sér grein fyrir þessu, en þrátt fyrir að rúmt ár sé liðið frá að bankakerfið hmndi eins og spilaborg hafa orðið ótrúlega litlar breytingar á því hvernig fyrirtæki, bankar, stofnanir, hagsmunasamtök og ríkið í heild sinni em rekin. Sennilega hefur vitleysan í stofnanakerfinu aldrei verið meiri. Meetings are a symptom of bad °Rganization. THE fewer MEETINSí the better ía. :im illa Án skuldbindingar er ekkert skipulag, engin framtíð Það er endalaust hægt að hafa skoðanir, vonir og væntingar, en án nokkurrar staðfestu cru þær lítils virði. Drucker lagði mikla áherslu á langtímaskuldbindingar. Hann var á móti ofurlaunum, en studdi þátttöku og eignarhald stjómenda og starfsmanna. Hann benti á það, að án skuldbindingar starfsmanna væri erfitt að gera áætlanir, jafnvel tilgangslítið að skilgreina gildi eða marka stefnu. Þetta á jafnt við um peningastefnu seðlabanka sem og þegar fmmkvöðlar stofna fyrirtæki. Skuldbinding felur í sér fórnir og tækifæriskostnað. Það er engin leið að byggja upp nýtt fyrirtæki, nýjar atvinnugreinar, nýjar stofnanir, nýtt þjóðfélag.efþvífylgirenginskuldbinding. Þaðertilgangslítiðaðhenda upp háleitum markmiðum eða gildum, ef menn skuldbinda sig ekki til jress að standa við þau. Islendingar virðast forðast skuldbindingar í flestum efnum og leita skammtímalausna sem krefjast þess að tekið sé á en lítillar stefnufestu. Ákvarðanir án skuldbindinga em iðulega tímasóun. í hverju erum við, í hverju gcetum viö verið, í hverju œttum viö aö vera Drucker notaði einfaldar en stórar spumingar þegar hann var ráðgjafi. Ein spuming sem hann hefur sennilega lagt fyrir allmarga forstjóra var. „Á hvaða sviði starfar lyriitækið?" Þessi spurning gerir kröfu um að staðan sé greind eins og hún er, en ckki eins og stjómin heldur að hún sé eða vill að hún sé. Hann lumaði á annarri spumingu sem er gmndvallarspurning í stefnumótunarl'erlinu: „Á hvaða sviði gæti fyrirtækið unnið?“ Þessi spurning fjallar um kosti og tækifæri. Hún opnar umræður og h vetur li I skoðunar á hæfni og auðlindum, aðstæðum og ekki síst frumleika. Þriðja spurning Druckers í þessari tríólógíu 26 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.