Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 41
Bjór Fyrsti Bjór Borgar Brugghúss í útrás
matur 41Helgin 5.-7. júlí 2013
TAKTU ÞÁTT Í
SUMARLEIK KNORR
fullt af vinningu
m
aÐalvinningur Glæsilegt 4 mannaColeman Mackenziefjölskyldutjald
HITABRÚSAR
til að halda súpu
nni
heitri í útilegunn
i
KÆLITÖSKURundir allt góðgætið
KNORR BOLLASÚPUrómissandi í ferðalagið
kauptu BOLLASÚPU OG SKRÁÐU ÞIG á knorr.is
LEIKREGLUR
Kauptu pakka af
Knorr bollasúpu o
g skráðu þig
til leiks á knorr.is
. Mundu að geym
a kvittunina
fyrir kaupum á Kn
orr bollasúpu því
framvísa
þarf henni gegn
afhendingu vinni
nga.
Dregið verður 31
. júlí nk.
Valgeir bruggmeistari, Kormákur og Skjöldur á Ölstofunni og Sturlaugur Jón
bruggmeistari Borgar gleðjast yfir því að Bríó verði brátt seldur í Kanada.
Bríó seldur til Kanada
„Það má segja að Bríó sé lífsins fljót-
andi lystisemd í flösku og ekkert
nema jákvætt að heimsbyggðin fái að
njóta hennar með okkur,“ segir Kor-
mákur Geirharðsson, veitingamaður
á Ölstofu Kormáks & Skjaldar.
Borg Brugghús hefur gengið frá
samningum um útflutning á bjórn-
um Bríó til Kanada. Það er
fyrirtækið Christopher Stew-
ard Wine & Spirits sem sér um
að dreifa bjórnum þar í landi.
„Fyrsta pöntun er þegar komin
og er upp á nokkra gáma. Þetta
verður því umtalsvert magn
strax á þessu ári,“ segir Stur-
laugur Jón Björnsson, bruggmeistari
Borgar.
Bríó var þróaður sérstaklega af
Borg í samstarfi við Ölstofu Kormáks
og Skjaldar og fékkst eingöngu úr
krana á Ölstofunni í fyrstu. Þrátt fyrir
að aðeins séu þrjú ár síðan hann kom
á markað hefur Bríó þegar unnið gull-
verðlaun í virtustu bjórkeppni
heims; World Beer Cup sem
haldin er í Bandaríkjunum, auk
þess að hafa verið kosinn besti
pilsner í Evrópu og í framhald-
inu bestur í heimi, á World Beer
Awards síðastliðið haust, að því
er segir í fréttatilkynningu.
Rabarbaralímonaði
8 bollar af söxuðum rabarbara
3 bollar af hvítum sykri
3 matskeiðar af rifnum sítrónuberki
1 ½ bolli sítrónusafi
18 bollar vatn
Aðferð
1. Blandið saman rabarbara, sykri og
sítrónuberki í stórri pönnu og hitið
upp að suðumarki. Minnkið hitann og
látið malla þangað til að sykurinn hefur
leyst upp og rabarbarinn er farinn að
mýkjast, eða um 10 mínútur. Takið af
hitanum og blandið sítrónusafanum við.
2. Þrýstið rabarbarablöndunni í gegnum
sigti, og reynið að ná sem mestum
vökva eða sírópi. Blandið rabarbarasír-
ópinu við 18 bolla af vatni og berið fram
með klökum.
vatni við maíssterkjuna
og blandið við rababara-
blönduna. Hrærið í pott-
inum þangað til að sósan
hefur þykknað. Takið af
hitanum og heillið yfir
bökuðu skorpuna.
5. Þeytið saman eggja-
hvítur í gler eða stálskál
þangað til að blandan er
þétt. Bætið ½ bolla af
sykri rólega við á meðan
þeytt er þangað til að
blandan verður þykkari.
Hellið marengsblöndunni
yfir rababarasósuna og
stráið kókosflögunum
yfir.
6. Bakið í 10 mínútur í 175C
heitum ofni, eða þangað
til að marengsinn er
orðinn gylltur á litinn.
Kælið áður en borið er
fram.