Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 2
2 fréttir Helgin 5.-7. júlí 2013 Bændur og búalið athugið! Nú er Bóndabrie kominn í nýjar umbúðir. Gríptu hann með þér í næstu verslun. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA H jartað mitt og sál er ennþá í Tansaníu. Ég fer aftur í október, vil ekki að það líði mánuður áður en fulltrúi frá okkur heimsækir þær.“ Margét Pála er svo gífurlega þakklát fyrir velgengni sína í Hjallastefnuleikskólunum og grunnskólum að hana langaði að þakka fyrir sig. „Hjartað mitt krafðist þess að ég þakkaði fyrir mig með einhverjum hætti því að draumur minn var að styðja við börn þar sem þörfin væri mest,“ segir Margrét. Þegar hún og kona hennar tengdust Tansaníu fjölskylduböndum, kom tækifærið til að leggja sitt af mörkum milliliðalaust en 3 milljónir barna eru munaðarlaus í Tansaníu sem samsvarar hlutfalls- ega 20 þúsund munaðar- lausum börnum á Íslandi. „ Ef þú menntar dreng þá menntar þú karlmann en ef þú menntar stúlku þá menntar þú heila fjöl- skyldu því hún mun sjá um fjölskyldu sína,“ segir Mar- grét. Margrét ásamt fjölskyldu og vinum í Tansaníu komu á fót litlu heimili þar sem tveir starfsmenn í hlutverki „ömmu“ búa inná heim- ilinu. Markmiðið er að stúlkurnar búi á kærleiksríku heimili, fái góða menntun og munu „ömmurnar“ meðal annars vinna með sjálfs- mynd þeirra og sjálfsstyrkingu. „Langtímamarkmiðið er að mennta konur fyrir þessa álfu. Þetta hljómar nánast ófram- kvæmanlegt en við trúum þessu, að með því að styrkja sjálfsmynd þeirra og sjálfsvitund þeirra, veita þeim bestu menntunina og öruggt heimili muni það skila sér. Við ætlum að standa með þeim í gegnum háskólanám eða starfsþjálfun eftir því hvað hentar þeim þannig að þær geti síðar orðið áhrifamanneskjur hvort sem það er innan fjölskyldunnar eða í nærsam- félaginu sínu, við ætlum að fara með þeim alla leið,“ segir Margrét. Á heimilinu í Malaika búa 11 stúlkur en stefnan er að fjölga þeim í 16 næsta vor. „Þetta var ólýsanlegt, að sjá óttann hjá þeim og kvíðann við óvissuna. Þær gengu inní hjart- að mitt. Fæstar þeirra vissu hvað þær voru gamlar og vissu ekki hvenær þær ættu afmæli. Á heilsugæslustöðinni voru þær aldursgreind- ar út frá tönnum þeirra. Sú yngsta er fjögurra og sú elsta 12 ára.“ segir Margrét. „Ég söng látlaust, á öllum tungumálum og svo þetta eina lag sem ég kann á svahílí og þegar ég var að fara til Íslands voru þær farnar að syngja fyrir mig á ensku og íslensku,“ segir Margrét og getur ekki beðið eftir því að sjá þær aftur í haust. Margrét og hennar hópur mun senda fjármagn sem og heimsækja heimilið reglulega. „Við höfum bæði þörf fyrir fleiri styrktaraðila sem og fleiri sem geta komið að því að ljúka stofnkostnaðinum með okkur,“ segir Margét. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Margréti Pálu Ólafsdóttur stofnanda Hjallastefnunnar langaði að þakka fyrir velgengni sína og láta gamlan draum rætast, að hjálpa börnum í neyð. Hún ásamt fjölskyldu og vinum á Íslandi og í Tanzaníu hafa stofnað heimili fyrir munaðarlausar stúlkur í Tansaníu. Malaikia heimilið mun vinna með sjálfsmynd stúlknanna og sjálfstyrkingu auk þess að veita þeim góða menntun til framtíðar. Stofnaði heimili fyrir munaðarlausa í Tansaníu Margrét Pála með einni af stúlkum heim- ilisins.  Hjálparstarf Margrét pála lét gaMlan drauM rætast Á heimilinu Malaika í Tansaníu búa ellefu munaðarlausar stúlkur en stefnt er á að fjölga þeim í sextán næsta vor. Átak vegna málefna hælisleitanda framlengt Framlengja á átak innanríkisráðuneytisins vegna málefna hælisleitanda en umsóknum hefur fjölgað mikið á milli ára. Kostnaðurinn vegna fjölgunarinnar hefur vaxið mjög vegna fjölda umsókna og lengri málsmeðferðartíma. Stöðugildum hefur verið fjölgað tímabundið og með því hefur tekist að stytta meðal málsmeðferðartímann fyrstu fimm mánuði ársins úr 548 dögum í 393 daga. Átakið fólst í því að fjórum tímabundnum stöðugildum lögfræðinga var bætt við hjá Útlendingastofnun og hjá innanríkisráðuneytinu. Framlengja á ráðningu lögfræðinganna til áramóta sem mun kosta í kringum 13 milljónir króna. Ráðuneytið mun í haust móta stefnu til framtíðar um fyrirkomulag hælismála. Vilja að Snowden fái ríkisborgararétt Þingmenn úr öllum stjórnarandstöðuflokk- um hafa lagt fram frumvarp til laga um að Edward Snowden fái íslenskan ríkisborgara- rétt. Ögmundur Jónasson þingmaður VG lagði til við upphaf þingfundar í gær að Snowden yrði boðin landvist á Íslandi., ,Alþingi Íslendinga og Íslendingar hafi for- göngu um það að bjóða þessum einstaklingi sem heimsbyggðin öll á skuld að gjalda land- vis.’’ sagði Ögmundur. Unnur Brá Konráðs- dóttir formaður allsherjarnefndar sagði að umsókn um ríkisborgararétt hafi ekki komið frá Snowden og umsækjandi verði að vera staddur á landinu. Að frumvarpinu standa þingmenn Pírata, Helgi Hjörvar frá Sam- fylkingu, Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar og Ögmundur Jónasson þingmaður VG. RÚV greindi frá þessari frétt. Alþingi hefur enn ekki skip- að nefnd til að rannsaka einkavæðingu bankanna á fyrstu árum aldarinnar, þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt þingsályktun um slíka rannsókn í nóvember á síðasta ári. Samkvæmt ályktun þingsins átti þriggja manna nefnd að skila niðurstöðum rannsóknar á einkavæð- ingu Fjárfestingabanka atvinnulífsins, Landsbank- ans og Búnaðarbankans nú í september. Einar K. Guð- finnsson, forseti Alþingis, segir við fréttastofu RÚV, að forsætisnefnd þingsins muni ræða um skipun nefndarinnar fljótlega. Fjárveitingar vegna rann- sóknarinnar liggi hins vegar ekki fyrir. Rannsókn á einkavæðingu enn í bið Alls hafa 5.892 hlauparar skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 24. ágúst næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu maraþonsins eru skráningar í ár 42% fleiri en á sama tíma í fyrra. Hlauparar frá 53 löndum hafa skráð sig til þátttöku og eru flestir þeirra frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. 950 hlauparar hafa þegar skráð sig í heilt maraþon en í fyrra hlupu 806 þá vegalengd. Alls hafa 1.586 hlauparar skráð sig til þátttöku í hálfmaraþoni og 2.841 í 10 kílómetra hlaup. 282 hafa skráð sig í þriggja kílómetra skemmti- skokk en 208 í Latabæjarhlaupið. Í ár fagnar Reykjavíkurmaraþonið 30 ára afmæli sínu en það fór fyrst fram 1984. Hlauparar geta safnað áheitum fyrir góðgerðafélög og hafa þegar safnast yfir þrjár milljónir króna. Í fyrra var met slegið í áheitasöfnun þegar tæplega 46 milljónir söfnuðust. dhe Metskráning í Reykjavíkurmaraþon „Nú höfum við fengið að heyra frá báðum stjórnarflokkum að það verður ekki hrófl- að við launasjóðum listamanna. Það var okkur mikill léttir,“ segir Kristín Steins- dóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands. Talsverð umræða hefur verið um lista- mannalaun eftir að ný ríkisstjórn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók við völdum. Yfirlýsingar Vigdísar Hauks- dóttur í DV og víðar vöktu mikla athygli. Listamenn voru uggandi og óttuðust um sinn hag. Kristín gekk á fund Illuga Gunnars- sonar menntamálaráðherra í byrjun vik- unnar ásamt Kolbrúnu Halldórsdóttur og Randveri Þorlákssyni fyrir hönd stjórnar Bandalags íslenskra listamanna. Kristín segir að fundurinn hafi verið mjög gagn- legur en framhaldsfundur hefur þegar verið boðaður á mánudag. „Hann sagði okkur að ekki væri fyrir- huguð nein breyting á listamannalaun- um í þá veru að leggja þau niður,“ segir Kristín. Hún segir að framsóknarmenn hafi viðrað hugmyndir um endurskoða heið- urslaun listamanna. Hugmyndir þeirra snúist um að beina þeim fjármunum til ungra listamanna. „En þeir vilja alls ekki hrófla við listamannalaununum.“ Sjálfstæðismenn virðast ekki áhuga- samir um að endurskoða heiðurslaunin miðað við fund Kristínar og félaga með menntamálaráðherra. „Hann sér heldur fyrir sér að efla þau ef eitthvað er.“-hdm  Menning listaMönnuM létt eftir fund Með MenntaMálaráðHerra Ekki verður hróflað við listamannalaunum Illugi Gunnarsson, ráðherra mennta- og menningarmála, tók á móti Kristínu Steinsdóttur og fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna í byrjun vikunnar. Listamennirnir gengu ánægðir af fundi eftir að hafa verið fullvissaðir um að ekki yrði hróflað við listamannalaunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.