Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 46
46 langur laugardagur Helgin 5.-7. júlí 2013  Langur Laugardagur MatarMarkaður á Lækjartorgi Matarmarkaðir verði hluti af menningu okkar Reykjavíkurborg stendur fyrir matarmarkaði á Lækjartorgi næstu fjóra laugardaga. Fjölbreytt úrval af gómsætum varningi verður í boði. Eirný Sigurðardóttir í Búrinu segir að mikil eftirspurn sé eftir markaði sem þessum enda vilji fólk fá að spjalla við framleiðendur. Hildur Gunnlaugsdóttir hjá Reykjavíkurborg og Eirný Sigurðardóttir í Búrinu skipuleggja matarmarkað sem verður á Lækjar- torgi á laugardögum í júlí. Fjölbreytt úrval af gómsætum varningi verður í boði á morgun. Ljósmynd/Hari V ið viljum að þetta verði hluti af okkar menningu,“ segir Eirný Sigurðardóttir, verslunarmaður í ostabúðinni Búrinu. Eirný er einn skipuleggjenda matarmarkaðar sem starfræktur verður á Lækjartorgi á laugardögum í júlí. Það er umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sem stendur fyrir markaðinum. Sá fyrsti er á morgun, laugardaginn 6. júlí, frá klukkan 11-16. Um 12-15 söluaðilar verða á markað- inum alla laugardaga. Meðal þess sem fólk getur nælt sér í eru grillaðar súr- deigssamlokur frá Sandholti, sæluostar úr sveitinni, íslenskt hunang, harðfiskur frá Flateyri og popp með lakkríssalti frá Saltverki svo fátt eitt sé nefnt. Nokkrir aðilar selja vörur sínar allar helgar en aðrir skiptast á þannig að eitthvað nýtt og spennandi verður í boði um hverja helgi. „Enda nær fólk ekki að borða allt á einni helgi,“ segir Eirný. Eirný hefur reynslu af skipulagningu matarmarkaða við verslun sína, Búrið í Nóatúni. Síðustu tvö ár hefur hún verið með velheppnaðan markað þar fyrir jólin. „Fyrstu jólin mættu um fjögur þúsund manns en við áætlum að í fyrra hafi alla vega fimm þúsund mætt. Í fyrra tóku 36 framleiðendur þátt,“ segir hún. Og þú heldur að það sé eftirspurn eftir þessu í miðborginni? „Já, fólkið vill þetta. Því finnst gaman að spjalla við framleiðendurna og hitta annað fólk og spjalla.“ Eirný segir að vandamálið við skipu- lagningu markaðar sem þessa sé að hann rúmist illa innan íslenskra laga og reglna. Ekki megi „færa eldhúsið út,“ eins og hún orðar það. „Þannig að við erum að reyna að vinna innan ramm- ans, í samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið. En við verðum að breyta þessu kerfi svo svona markaðir geti orðið hluti af okkar menningu og ferðaþjónustunni.“ Eruð þið búnar að leggjast á bæn og óska eftir skaplegu veðri á laugardaginn? „Nei, nei. Veðrið stoppar ekki Ís- lendinga.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Það er langur laugardagur í miðborg- inni þessa helgina og nóg um að vera. Ekki er nóg með að matarmarkaður hefji göngu sína á Lækjartorgi, eins og fjallað er um hér að neðan, heldur verð- ur markaðsdagur á Laugaveginum. „Þetta veit á útimarkaði, tilboð, tón- list og gleði,“ segir á Facebooksíðu Miðborgarinnar okkar sem stendur að markaðsdeginum. „Kaupmenn og veitingamenn eru búa sig undir að vera sýnilegir utan dyra, a.m.k. með hluta af starfsemi sinni og ætla að „tjalda“, „flagga“ , „tónvæða“ eða finna upp á ein- hverju sem getur lífgað upp á daginn.“  Langur Laugardagur SteMning á LaugaVegi Alvöru markaðsdagur í miðborginni Lokað er fyrir bílaum- ferð um bróðurpart Laugavegs og þar verður götu- markaðs- stemning á löngum laugardegi. Laugavegur 58 S. 551 4884 still@stillfashion.is stillfashion.is ÚTSALAN HAFIN Þú nnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin” Skólavörðustíg 21a 101 Reykjavík S. 551 4050 Úrval af gæða sængurfatnaði til brúðargjafa Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Vor/sumar 2013 Útsalan er han Laugavegi 8 S. 552 2412 FALLEGAR GJAFAVÖRUR L a n g u r L a u g a r d a g u r ! M i k i ð ú r v a l a f t i l b o ð s v ö r u m !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.