Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 29
É g er ekkert með offitu á heilanum,“ segir Inga Lind Karlsdóttir og skellihlær. Við höfðum mælt okkur mót í tilefni þess að hún er að fara að stýra nýjum sjónvarpsþætti, Biggest Loser, sem sýndur verður á Skjá einum næsta vor. Þetta verður einungis í þriðja sinn frá því hún eignaðist „kreppubarnið“ sitt, eins og hún orðar það hlæjandi, árið 2008 sem hún birtist landsmönnum aftur á sjónvarpsskjánum. Hin tvö skiptin voru annars vegar í vandaðri heimildaþáttaröð sem hún vann um offitu Íslend- inga og sýnd var í fyrra og árið 2009 þegar hún las fréttir í tilraunaverkefni Skjás eins. „Markmiðið með þáttaröðinni um offitu Íslendinga var í raun að vekja athygli á þessum mikla samfélagsvanda. Það er stundum þannig að þegar fréttamaður hefur kafað djúpt í tiltekið mál, berast honum sífellt meiri upplýs- ingar um allt sem því tengist þannig að hann fær æ meiri áhuga og verður á endanum hálfgerður sérfræðingur um það,“ segir hún. „Þótt það sé reyndar oftast þannig um fréttamenn að þeir vita sitthvað um mjög margt en ekki mjög mikið um eitthvað eitt,“ segir hún og hlær. „Það er ef til vill þess vegna sem mér bauðst þetta tækifæri að stýra sjónvarpsþáttaröðinni Biggest Loser. Ég hef einfaldlega viðað að mér upplýsingum um þetta málefni,“ segir hún. Ingu Lind fannst tækifærið svo spennandi að henni fannst hún ekki getað annað en gripið það – þó svo að það þýddi að hún þyrfti að flakka talsvert milli Íslands og Barcelona þar sem hún er búsett með fjölskyldunni. „Þessir þættir eru svo jákvæðir fyrir svo marga. Ekki aðeins fyrir þá tólf sem eru svo heppnir að fá að taka þátt, heldur alla þá sem sitja heima í stofu og fylgjast með og fyllast vonandi innblæstri og tileinka sér hollari lífshætti,“ segir Inga Lind.“ „Þættirnir verða unnir í algjöru for- dómaleysi. Það er sannarlega ekki verið að niðurlægja neinn, heldur er verið að leiða fólk fyrstu skefin í átt að betra lífi. Þetta er einstakt tækifæri til að fá að snúa við blaðinu – sem sést líka á þeim gríðar- lega áhuga sem þættirnir hafa vakið. Yfir eitt þúsund manns hafa nú þegar óskað eftir að fá að taka þátt, sem segir sitthvað um hversu jákvæðir þessir þættir eru í huga fólks sem hefur fylgst með þeim í erlendu sjónvarpi,“ segir hún. Inga Lind hefur einsett sér að því að reyna að gera heiminn örlítið betri – og reynir að miða allar ákvarðanir sínar út frá því. „Mér finnst ég fá tækifæri til þess með því að taka þátt í The Biggest Loser enda eru þeir gerðir með umhyggju og nærgætni að leiðarljósi,“ segir hún og leggur áherslu á þessi orð. Heppin að fá að reyna stjúpmóðurhlutverkið Yngsta barnið sitt eignaðist hún fyrir fimm árum með eiginmanni sínum, Árna Haukssyni fjárfesti. Þau eiga einnig saman ellefu og tólf ára dreng og stúlku og að auki hvort sína dótturina úr fyrri samböndum. Inga Lind á því fjögur börn og eina stjúpdóttur. „Ég var á milli verkefna eftir að ég eignaðist yngstu dótt- urina og hef því verið svo heppin að hafa fengið að vera mikið heima með hana og hin börnin, enda veitti svo sem ekki af, hún var svo mikill pestargemlingur fyrstu tvö árin,“ segir Inga Lind. Segja má að Inga Lind hafi orðið fullorðin tvítug. Hún hóf starf á DV strax að loknu stúdentsprófi í FG og komst að því í sumarlok að hún ætti von á barni. „Ég ákvað þá að reyna að fá að vera áfram á DV, sem tókst, og hef verið í fjölmiðlum nánast óslitið síðan. Og nú eru komin sautján ár,“ segir hún. Inga Lind og Árni kynntust á DV þar sem hann var fjármálastjóri og síðar aðstoðarframkvæmda- stjóri. „Hann þurfti nokkrar tilraunir til að ná mér út. Hann lifir hins vegar eftir mottóinu allt kann sá sem bíða kann,“ segir hún og hlær. „Mér finnst frábært að hafa fengið tækifæri til að vera í stjúpmóðurhlutverkinu, ég á yndislegustu stjúpdóttur sem hugsast getur. Hún er fyrirmynd barnanna minna og nú orðið fyrirmynd mín líka á mörgum sviðum. Börnin mín eru til dæmis öll búin að vera í fimleikum af því að hún var í fimleikum. Hún er dásamleg, ég er heppin kona að fá svona flotta stjúpdóttur.“ Inga Lind er einstaklega glaðleg og hláturmild. Hún er þakklát – og með jákvæða sýn á lífið. Fyrir ári ákváðu þau hjónin að söðla um, láta gamlan draum rætast og búa í útlöndum. „Okkur langaði að víkka sjóndeildarhringinn, bæði okkar og barnanna okkar. Og stuðla að því að þau læri annað tungumál, sem er svo dýrmætt,“ segir hún. Eft- ir sumarfrí í Barcelona slógu þau til og fluttu með fjögur börn til þessarar fallegu höfuðborgar Katalóníuhéraðs. Þau stefna á að vera að minnsta kosti annað ár til viðbótar. „Við erum ekkert farin til frambúðar, við komum aftur. Enda erum við svo sem hér með annan fótinn, Evrópa er lítil og ekkert mál að fara á milli, sérstaklega þegar komin er samkeppni í flugbransann,“ segir Inga Lind. Þurfum að bæta menntakerfið Börnin eru á öllum skólastigum og finnst Ingu Lind það dýrmæt reynsla að reyna alþjóðlegt skólakerfi á eigin skinni. Yngsta barnið er í katalónskum leikskóla en elstu þrjú í alþjóðlegum, enskumælandi skóla. „Það voru mikil viðbrigði að fara úr íslensku menntakerfi í alþjóðlegt – enda tók nokkuð á börnin að skipta. Það er alveg ljóst að við þurfum að gera eitthvað í menntakerfinu okkar, íslensk börn eru á allt öðrum stað í náminu en í alþjóðlega kerfinu. Ég hef reyndar ekki samanburð við spænska skóla, heldur alþjóðlega kerfið. Ég vona hins vegar að það haldi ekki áfram að vera tabú að ræða um að það þurfi að breyta ís- lenska menntakerfinu þannig að það samræmist því sem tíðkast í kringum okkur,“ segir Inga Lind. Hún nefnir sem dæmi hversu fáránlegt það er að sextán ára börn stundi nám með fullorðnu fólki, um og yfir tví- tugt, líkt og hér tíðkast. Í flestum löndum í kringum okkur útskrifist börn átján ára úr framhaldsskóla, sem oft er framhald af grunnskólanum, og fari átján ára í frekara nám á borð við háskólanám. „Sextán ára börn eiga náttúrlega ekkert erindi í þetta umhverfi enda hefur það sýnt sig að það hefur marga galla, t.d. að vímuefnaneysla hefst hjá allt of stórum hluta unglinga á fyrsta ári í framhaldsskóla,“ bendir hún á. Hér á landi er einnig meira brottfall úr fram- haldsskólum en í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Hún hefur brennandi áhuga á menntamálum og hefur setið í skólanefnd Fjölbrautaskólans í Garðabæ í sautján ár og stjórn Hjallastefnunnar í sjö ár. „Íslenska kerfið er alls ekki stórgallað,“ segir Inga Lind, „en það eru klárlega víða tækifæri til að breyta. Umræðan um breytingu skólakerfis- ins virðist vera hálfgert tabú – fólk fer upp á afturlappirnar og fer að verja kerfið eins og það eigi lífið að leysa. Við erum með leifar af gömlu kerfi sem virkaði einu sinni – en við verðum að horfast í augu við að það eru nýir tímar,“ segir hún með áhersluþunga. „Margrét Pála [stofnandi Hjallastefnunnar] komst að því, eftir að vera búin að vinna innan kerfisins, að ekki er hægt að breyta því innan frá. Hún stofnaði sína skóla sem urðu að heilu kerfi sem vex nú og dafnar og hefur aldrei verið flottara. Það gefur foreldrunum val – og þannig á það að vera. Hjallastefnan ekki endilega það eina rétta í heim- inum, þótt hún sé það eina rétta fyrir mörg börn, en hún er valmöguleiki,“ segir Inga Lind. „Og val er lykillinn að farsæld.“ Hún segst vilja sjá sjálfstæðum grunnskólum gert lífð auðveldara. „Það er ótrúlega erfitt og eiginlega ómögulegt að stofna og reka sjálfstætt starfandi grunnskóla á Ís- landi. Við getum þetta í Hjallastefnunni því fyrirtækið er orðið svo stórt og stöndugt og með rekstur á fleiri sviðum en grunnskólana. En þetta er erfitt. Hið opinbera borgar Jákvæð áhrif út í samfélagið Í könnun Thomson Reu- ters frá árinu 2011 kemur fram að um helmingur Bandaríkjamanna telur að raunveruleikaþættir á borð við The Biggest Loser hafi jákvæð áhrif á heilsu landsmanna. Af þeim sem reglulega horfa á þættina sögðu 57% að áhorf sitt á þá hafi haft jákvæð áhrif á mat- aræði sitt og hreyfingu. Af þeim þátttakendum sem voru í mikilli yfir- þyngd sögðu 73% þeirra að líkamsrækt sín tæki mið af þáttunum. Í hópnum 35 ára og yngri sögðust 20% horfa mikið á þætti á borð við The Biggest Loser. Af þeim sögðust 71% hafa breytt mataræði sínu og 73% breytt líkamsrækt sinni í takt við þær sem tíðkuðust í þáttunum. Ég tek umtal ekki nærri mér nema þegar það snýr að fjölskyldunni líkt og gerðist þegar við hjónin byggðum húsið okkar. Framhald á næstu opnu viðtal 29 Helgin 5.-7. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.