Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 58
Samfélag hinS vitiborna mannS
Heimskan er sterkasta aflið
h eimildarmyndin Cave of Forgotten Dreams (2010) eftir Werner Herzog fjallar um rúmlega 30 þúsund ára
gamlar myndir sem forfeður okkar og –
mæður höfðu málað á veggi hella í Chauvet í
Suður-Frakklandi. Þetta er ekki ein af betri
heimildarmyndum Herzog; en alls ekki slæm
fyrir það — Herzog hefur gert margar hreint
magnaðar heimildarmyndir. En það er þess
virði að sjá þessa mynd um hella gleymdra
drauma; þó ekki væri fyrir nema eina setn-
ingu undir lok hennar. Eftir að áhorfendur
hafa skoðað hellamyndirnar, fræðst um upp-
runa þeirra og aldur og hlýtt á vangaveltur
um tilgang þeirra og listrænt gildi er skotið
inn viðtalsbút við Jean Clottes, fornleifafræð-
ing sem helgað hefur líf sitt og starf forsögu-
legum mönnum; meðal annars rannsakað
hellamálverkin í Chauvet áratugum saman.
Clottes sker sig frá öðrum viðmælendum
Herzog í þessari mynd (og ekki síst Herzog
sjálfum); hann er glaðlegur og eilítið glettinn
þegar hann bendir á þessi nafngift; homo
sapiens eða hinn vitiborni maður; er ekki
eitthvað sem við áunnum okkur. Það kallar
okkur enginn þessu nafni nema
við sjálf.
Öll þekking sprettur af
andlegri spurn
Í myndinni reynir Herzog að
draga fram að það eru önnur öfl
en vitið sem eru sterkust í mann-
inum. Og hann á þá alls ekki við
heimskuna; heldur að maðurinn
geti ekki reitt sig á vitneskju sína
til að lifa af í heiminum; hvað þá
til að skilja hann eða sjálfan sig.
Til þess hefur maðurinn alltaf
vitað of fátt. Einkenni hans sem
skepnu eru að geta spurt stærri
spurninga en hann getur svarað. Honum
dugar ekki að lifa í þeim heimi sem hann
skilur og nær utan um.
Cave of Forgotten Dreams dregur því upp
mynd af homo spiritualis; hinum andlega
manni. Og veltir upp spurningum hvort
við höfum svo mikið breyst síðustu rúm 30
þúsund ár; hvort tilfinningar okkar, sjálfs-
mynd og hugmyndir séu ekki ennþá fremur
sprottnar af vangaveltum okkar um hvað
kunni að leynast á milli og handan haldbærr-
ar þekkingar og vissu; en þeirra fáu þekking-
armola sem við teljum okkur geta staðið á.
Svo vitnað sé í aðra heimildarmynd — og
mun betri; frábært listaverk: Nostalgia de la
luz (2010) eftir chileanska kvikmyndagerðar-
manninn Patricio Guzmán (ég hvet alla til að
sjá þá mynd); þá bendir stjörnufræðingurinn
Gaspar Galaz á að öll raunveruleg þekk-
ingarleit sé í eðli sínu andleg. Öll veigamikil
þekking sprettur af spurningum um hvaðan
við komum, hvers eðlis líf okkar sé og hver
staða okkar er í heiminum.
Gáfuleg heimska er hættulegust
Það er semsé ekki hægt að flýja tilvistar-
legan vanda okkar. Okkur langar að vita
margt en vitum svo fátt. Og þar sem óvissan
er ógnar víðfeðm er hún í raun grunnur til-
vistar okkar. Það er því ofmælt, eins og Jean
Clottes benti á; að kalla okkur hinn vitiborna
mann. Vit okkar og vitneskja er svo takmörk-
uð að það er í raun fullkomlega heimskt að
líta á vitið sem meginaflvél hugsunar okkar.
Þess vegna glotti Clottes; það eru ekki nema
fáráðlingar sem kalla sig vitiborna menn.
Og þar sem það er eitt helsta einkenni
heimskunnar að treysta á takmarkað vit sitt;
er ekki að furða þótt heimskan hafi farið vax-
andi eftir því sem þekking mannsins hleðst
upp. Og eftir því sem þekkingin fyllir fleiri
terabyte gefast fleiri tilefni til heimskulegra
ályktana og rangra ákvarðana.
Heimska byggð á klárri og augljósri van-
kunnáttu er ekki svo hættuleg. Það er tak-
markað sem barn getur gert af sér. En það
eru engin takmörk fyrir þeim skaða sem fólk
fullvíst um eigin þekkingu og ágæti getur
valdið.
Þess vegna lifum við gullöld heimskunn-
ar. Ekki bara vegna þess að fjármála- og
efnahagskerfi heimsins voru lögð í rúst með
útpældum áhættustýringarkerfum; heldur
ekki síður vegna þess að öll tilvistarleg
umræða er klædd í búning þekkingar þegar
hún ætti að skarta tötrum fákunnáttunnar.
Veröldin er sönnun þess að við getum ekki
reiknað okkur að niðurstöðu og að við erum
álíka fjarri því að finna svör við áleitnustu
spurningunum með akademískri ástundun.
En vegna þess hversu mikla trú við leggjum
á uppsöfnun þekkingar og vísindalegar
aðferðir; eigum við orðið æ erfiðara með
að skilja okkur. Að ekki sé talað um hvort
annað.
Eftir framfaratrú síðustu alda höfum við orðið blind fyrir áhrifum heimskunnar á menningu
okkar og samfélag. Okkur er tamt að hugsa um vitið sem drifmótor framfara. Og kannski þess
vegna er heimskan líklega öflugri og áhrifameiri í dag en nokkru sinni.
Gunnar Smári
Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
Brautarholti 8
Mán. - fim. 9-17
Föstud. 9-16
sími 517 7200 / www.ferdakort.is
Það hafa margir orðið til þess að
benda á hversu forheimskandi
nútímamenningin er — og þá
ekki aðeins léttvægar afurðir
vitundariðnaðarins; heldur ekki
síður sjálfsmynd nútímamanns-
ins; yfirdrifin sjálfhverfa hans
og hugmyndir um eigið mikil-
vægi. Og ágæti.
Það er náttúrlega erfitt að
vera einstaklingur í menningar-
samfélagi sem tignar einstak-
linginn; hampar helgi hans og
óvéfengjanlegum rétti til að leita
hamingju og lífsfyllingar með
því að fullkomna sjálfan sig;
verða hinn allra besti ÉG. Eftir
að Guð í alheimsgeimi hvarf
að mestu úr myndinni er hver
maður orðinn sinn eigin skapari
og sjálfsköpun er verkefnið; að
finna sjálfan sig og skapa í eigin
mynd. En þar sem ÉG sjálfur er
hið endanlega markmið þarf ÉG
í sjálfu sér ekki að leggja mig
fram eða leita langt. ÉG er...
uhh; einmitt; ÉG er.
En það er ekki hægt að segja
margt af viti um heimsku. Því
vitna ég hér í ráð til sjálfshjálp-
ar sem sett voru fram af Trevor
O. Strong í bók hans Get Stupid!
Þetta er eins konar 12 spora leið
(þó það sé ekki lagt svo mikið
á þátttakendur) fyrir þá sem
vilja hætta að streitast á móti og
falla betur að tíðaranda heims-
kunnar.
Þeim sem finnst óþægilegt að
horfast í augu við eigin heimsku
er ráðlagt að hafa skref tvö í
huga; lesa þetta sem vitnisburð
um heimsku hinna og hversu
sterk áhrif heimskan hefur á
samfélagið. -gse
forheimSkandi Sjálfdýrkun nútímanS
Elskaðu sjálfan þig og ekkert nema sjálfan þig
Ef til vill er manngildishugmynd nútímamannsins í eðli
sínu heimsk.
Sjö skref í átt að
algleymi heimskunnar
1. Hættu að hugsa! – Tæmdu hugann.
2. Ekki taka á þig sökina! – Kenndu öðrum um.
3. Ekki hlusta eftir tilfinningum þínum! –
Slökktu helst á þeim.
4. Byggðu veggi! – Haltu öllum öðrum fyrir
utan.
5. Forðastu áskoranir! – Þeim mistekst aldrei
sem ekki reyna.
6. Trúðu á sjálfan þig! – Elskaðu sjálfan þig og
ekkert nema sjálfan þig.
7. Ekki hlusta á annað fólk! – Þitt sjónarhorn
er eina sjónarhornið
Þ að hefur verið sagt um Ís-lendinga að þótt hver um sig geti þeir verið snjallir
og óvitlausir; þá eru þeir með af-
brigðum heimskir sem hópur. En
sjálfsagt á það við um aðrar þjóðir
einnig; við gerum stærstu axar-
sköftin í sameiningu. Því verr duga
heimskra manna ráð sem fleiri
koma saman — segir í Laxdælu.
Íslandssagan er ágætur vitnis-
burður um heimskuna. Það má til
dæmis benda á að um það leyti sem
Ísland byggðist voru Kanaríeyjar
ónumið land. Við getum rétt ímynd-
að okkur hvort það hefði ekki verið
huggulegra hjá okkur þar suðurfrá
stóran hluta Íslandssögunnar.
Talið er að það hafi tekið land-
námsmenn innan við öld að eyða
svo til öllum skógi og skerða með
öðrum hætti svo landsgæði að
landið gat brauðfætt um helmingi
færri en ella. Landsnámsmenn
gátu illa varist þessu; landshagir
hér voru ólíkir því sem þeir höfðu
vanist á Skotlandseyjum og í Nor-
egi; landið þoldi einfaldlega ekki
sömu ágengni og þar mátti beita að
skaðlausu.
Undir lok fimmtándu aldar setti
kóngur lög að beiðni stórbænda
sem bönnuðu vetursetu við sjávar-
síðuna og komu í veg fyrir að hér
þróist sjávarútvegur að einhverju
ráði. Þetta varð til þess að 400 ára
seinkun varð á að arðurinn af Ís-
landsmiðum nýttist þjóðinni.
Þegar enskar borgir skorti
matvæli eftir iðnbyltinga leituðu
hingað spekúlantar og keyptu
sauði á fæti . Á örskömmum tíma
breyttu bændur sauðfjárræktinni
úr ullarframleiðslu með mjólk og
kjöt sem aukaafurð í stórtæka kjöt-
framleiðslu (og eyddu í leiðinni
þeim gróðri á heiðum sem lands-
námsmennirnir höfðu skilið eftir).
Þegar niðursuða og frysting gerðu
mögulegt að flytja nautakjöt frá
Texas og Argentínu til Englands
hættu spekúlantarnir að koma til
Íslands (enda er sauðfé ákaflega
óhagkvæmt til kjötframleiðslu).
Eftir sem áður voru kindur eftir-
leiðis ræktaðar hérlendis fyrir kjöt-
ið; líklega í von um að niðursuða og
frystitækni gleymist.
Á síðustu öld eyddu Íslendingar
síldinni, stríðsgróðanum, Mars-
hall-aðstoðinni, brenndu allan
sparnað sinn margsinnis í verð-
bólgu, settu bankakerfið á hausið
svo glumdi um heimsbyggðina
o.s.frv., o.s.frv.
Það er ekki loku fyrir það skotið
að bommerturnar verði æ stærri —
í takt við fullvissu okkar um að nú
séum við búin að átta okkur á vand-
anum og komin með lausnina.
Rannsóknar-
nefnd Alþingis
lagði í vikunni
fram enn einn
vitnisburðinn
um mátt heims-
kunnar í íslensku
samfélagi; 270
milljarða tapað
fé í Íbúðalána-
sjóði.
heimSkan hefur leikið ÞeSSa Þjóð illa
Íslandssaga heimskunnar
Forsögufræð-
ingurinn Jean
Clottes bendir
á í mynd Werner
Herzog, Cave
of Forgotten
Dreams, að það
voru við sjálf sem
völdum okkur
nafngiftina; Hinn
vitiborni maður.
Albert Ein-
stein sagði að
aðeins tvennt í
veröldinni væri
óendanlegt;
alheimurinn og
heimska mann-
anna. Hann
bætti svo við að
hann væri þó
ekki fullviss um
óendanleik þess
fyrrnefnda.
58 samtíminn Helgin 5.-7. júlí 2013