Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 42
42 heilsa Helgin 5.-7. júlí 2013  HEYRNARTÆKNI EINKAREKIN HEYRNARTÆKJASTÖÐ S kert heyrn er gríðarlega al-gengt vandamál. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni er heyrn þriðja hvers einstaklings 65 ára og eldri skert og fer tíðnin hratt vaxandi með hækkandi aldri. Anna Linda segir að þrátt fyrir hversu al- gegnt vandamálið sé sýni erlendar rannsóknir að það taki einstakling með skerta heyrn að meðaltali um 5-7 ár að leita sér hjálpar og sumir gera það jafnvel aldrei. Margskonar afsakanir Að sögn Önnu Lindu er oft erfitt að henda reiður á því hver raun- veruleg ástæða þess sé að fólk leiti sér ekki aðstoðar fyrr, en eflaust spili margt þar inn í. „Margir muna eftir gömlum ættingja eða vini sem átti heyrnartæki sem endaði ofan í skúffu. Aðrir telja sér trú um að þeir heyri bara það sem þeir vilji og þurfa að heyra. Síðan geti hópur fólks ekki hugsað sér að setja upp heyrnartæki því það tengi notkun þeirra eingöngu við eldra fólk.“ Anna Linda segir að vissulega sé til fjöldinn allur af afsökunum fyrir því að leita sér ekki hjálpar. – En er nokkuð varasamt að bíða með að fá sér heyrnartæki? Oft erfitt að átta sig á því hverju maður missir af „Heyrnin er eitt af okkar mikilvæg- ustu skynfærum og hjálpar okkur að eiga nauðsynleg samskipti við annað fólk. Það að geta tjáð sig, heyrt í öðrum og skynjað umhverf- ishljóð er gríðarlega mikilvægt. Við sem heyrum vel leiðum sjald- an hugann að því hverju sá sem er með skerta heyrn missir af. Flest- um þykir sjálfsagt að geta átt sam- skipti við aðra, jafnvel í krefjandi aðstæðum, heyrt skýrt og vel í sjón- varpinu án þess að hljóðstyrkurinn æri aðra, notið þess að fara í leikhús eða á aðrar samkomur án þess að þurfa að sitja á fremsta bekk og svo mætti áfram telja.“ Heyra ekki nógu skýrt Anna Linda segir einkenni heyrn- arskerðingar geti verið margvís- leg, en flestum sé það sameiginlegt að eiga erfitt með að greina talmál nógu skýrt í fjölmenni og klið. Þar sem heyrn skerðist oft á löngum tíma átta margir sig ekki á vanda- málinu. „Það verður ekki eins gam- an að fara í boð þar sem margir eru saman komnir vegna erfiðleika við að heyra.“ Anna Linda segir marga upplifa þreytu í slíkum aðstæðum og jafnvel pirring. „Smám saman getur skert heyrn leitt til þess að viðkomandi dregur sig í hlé.“ Anna Linda nefnir að skert heyrn hafi ekki bara áhrif á þann sem heyrir illa, heldur einnig fólkið sem við- komandi umgengst. „Öll sam- skipti verða smám saman hægari og meira þreytandi vegna sífelldra endurtekninga þess sem sagt er. Misheyrn og misskilningur verða einnig algengari.“ Tengsl skertrar heyrnar og vitrænnar hrörnunar Í rannsókn sem birtist í banda- ríska læknablaðinu JAMA fyrr á þessu ári voru skoðuð tengsl milli heyrnarskerðingar og vitrænnar hrörnunar hjá eldri einstakling- um1. Rannsóknin leiddi í ljós að vitræn hrörnun var marktækt meiri og hraðari hjá þeim sem voru með skerta heyrn en hjá þeim sem voru með eðlilega heyrn í upphafi rannsóknar. „Þetta eru vissulega mjög áhugaverðar niðurstöður en okkur skortir frekari rannsóknir á því hvort notkun heyrnartækja geti hugsanlega hægt á þessari hrörn- un,“ segir Anna Linda. Þó má vera ljóst að heyrnartæki bæta vissu- lega heyrn og geta haft veruleg já- kvæð áhrif á lífsgæði. „Það borgar sig sjaldnast að bíða of lengi með að fá sér heyrnartæki. Það getur leitt til þess að erfiðara verður að venjast því að heyra hljóð sem viðkomandi hefur ekki heyrt svo árum skipti en einnig er mögulegt að færni til að handleika heyrnar- tækin sé ekki lengur til staðar þeg- ar á hólminn er komið og ákvörðun um að bæta heyrn er tekin.“ Nánari upplýsingar má finna á www.heyrnartækni.is 1 Frank R. Lin et al. Hearing Loss and Cognitive Decline in Older Adults. JAMA Intern Med. 2013;173(4):293-299. KYNNING Skert heyrn skapar vandamál Anna Linda Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heyrnartækni í Glæsibæ segir skerta heyrn oft falið vandamál sem margir átti sig ekki á eða leiði hjá sér Margir bíða of lengi með að leita sér hjálpar og fá sér heyrnar- tæki. Galieve Cool Mint mixtúra, dreifa /skammtapoki / Galieve Peppermint tuggutöflur.. Innihaldslýsing: Hver 10 ml skammtur af Galieve Cool Mint inniheldur 500 mg af natríumalgínati, 267 mg af natríumhýdrógenkarbónati og 160 mg af kalsíumkarbónati. Hver tafla Galieve Peppermint inniheldur: 250 mg af natríumalgínati, 133,5 mg af natríumhýdrógenkarbónati og 80 mg af kalsíumkarbónati. Ábendingar: Meðferð við einkennum maga- og vélindabakflæðis, svo sem nábít (sýrubakflæði), brjóstsviða og meltingartruflunum (tengdum bakflæði), t.d. eftir máltíðir eða á meðgöngu. Skammtar og lyfjagjöf: Galieve Cool Mint mixtúra: Til inntöku. Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: 10-20 ml (eða 1-2 skammtapokar) eftir máltíðir og þegar farið er að sofa (allt að fjórum sinnum á dag). Galieve Peppermint tuggutöflur: Til inntöku, eftir að hafa verið tuggin vandlega. Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: Tvær til fjórar töflur eftir máltíðir og þegar farið er að sofa (allt að fjórum sinnum á sólarhring). Frábendingar: Ekki má nota lyfið hjá sjúklingum með þekkt ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna, eða ef grunur er um slíkt. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Galieve inniheldur natríum. Þetta þarf að hafa í huga þegar þörf er á mjög saltsnauðu fæði, t.d. í sumum tilvikum hjartabilunar og skerðingar á nýrnastarfsemi. Galieve inniheldur kalsíumkarbónat. Gæta þarf varúðar við meðferð sjúklinga með blóðkalsíumhækkun, nýrnakölkun og endurtekna nýrnasteina sem innihalda kalsíum. Verkun er hugsanlega skert hjá sjúklingum með mjög lága þéttni magasýru. Ef einkenni batna ekki eftir sjö daga, skal endurmeta klínískt ástand. Yfirleitt er ekki mælt með meðferð hjá börnum yngri en 12 ára, nema samkvæmt læknisráði. Galieve Cool Mint mixtúra/skammtapokar inniheldur metýlparahýdroxýbenzóat (E218) og própýlparahýdroxýbenzóat (E216) sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum (hugsanlega síðbúnum). Galieve Peppermint tuggutöflur má ekki gefa sjúklingum með fenýlketónmigu, þar sem þær innihalda aspartam.. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. 1. V Strugala er. Al. The journal of international medical research, vol 38 (2010) A randomized, Controlled, Crossover trial to Investigae Times of onset of the perception of soothing and cooling by Over-the-Counter Heartburn Treatments. 2. B.Chevrel, MD. Journal of International Medical Research, vol 8 (1980) A comparative Cross-over Study on the Treatment of heartburn and Epigastric Pain; Liquid Gaviscone and Magnesium- Aluminum Antacid Gel. Ert þú með brjóstsviða? • Dregur úr brjóstsviða á 3 mínútum 1 • Virkar í allt að 4 tíma 2 Mixtúra Cool Mint 300 ml Mixtúra með Cool Mint bragði og lykt. Galieve Peppermint Tuggutöflur með piparmintu bragði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.