Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Page 8

Fréttatíminn - 19.07.2013, Page 8
Í búar á þéttbýlasta svæði landsins, suðvesturhorn-inu, hafa flestir fengið sig fullsadda á veðurfari þessa sumars – og raunar vorsins líka. Rigningar sumar með hráslaga fylgdi í kjölfar kalds vors. En er það svo í raun? Í upphafi júlí birti Veðurstofa Íslands yfirlit yfir veðurfarið og þar sagði að hlýtt hefði verið í júní og tíðarfar hagstætt að því undanskildu að sólarlítið hefði verið um landið suðvestavert og úrkoma þar yfir meðallagi. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru tveir þriðju Íslendinga og því að vonum að raddir þeirra séu háværar vegna hinnar þrálátu rigningar – og þeirra tíðinda sem birt voru í vikubyrj- un að stórbreytinga væri ekki að vænta það sem eftir lifir júlí. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Óli Þór Árnason, veðurfræð- ingur hjá Veðurstofu Íslands, að reikna mætti með áframhald- andi suðlægum áttum og vætusömu sunnan- og vestantil á landinu. Líkt við alræmt sumar En hver er staða þessa rigningasum- ars, að minnsta kosti á höfuðborgar- svæðinu, sem langminnugir eru jafn- vel farnir að líkja við alræmt sumar ársins 1955 þegar nánast stytti ekki upp. Svo slæmt er ástandið að vísu ekki núna og tölur Veður- stofunnar segja okkur að meðalhiti júní í Reykjavík, sem íbúum þótti rakur og kaldur, hafi mælst 9,9 stig, 0,9 stigum ofan við meðaltal áranna 1961 til 1990. Er þá ekkert að marka tilfinningu okkar fyrir veðri? Jú, ef síðustu tíu júnímánuðir eru skoðaðir kemur í ljós að hitinn í þeim nýliðna er 0,6 stigum undir því meðaltali. Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa nefnilega búið við glettilega gott sumarveður undanfarinn áratug. Höfuðborgarbú- ar og nágrannar þeirra eru því orðnir góðu vanir og finna því fyrir þrálátri rigningunni nú. Fyrrnefndur veður- fræðingur segir enda að sumarið nú sé ekki óvenjulegt. Það hafi komið áður og muni koma aftur. Óvenju hlýtt var hins vegar á Akur- eyri í júní. Meðalhitinn hefur ekki verið hærri í júní í höfuðstað Norður- lands í heil sextíu ár, eða frá árinu 1953. Einnig var mjög hlýtt um landið austanvert sem og á hálendinu. Úrkoma mældist 65,6 mm í Reykja- vík í júní og er það 30 prósent um- fram meðallag. Það er því von að höf- uðborgarbúar finni fyrir bleytunni. Dagar þegar úrkoma mældist 1 mm eða meira voru 14 og eru það 3 um- fram meðallag áranna 1961 til 1990, en 6 umfram meðalfjölda síðustu tíu ára. Úrkomudagar hafa ekki verið fleiri í júní í Reykjavík síðan 2003. Það er hins vegar þetta gula á himninum sem hefur vantað sunnan heiða. Óvenju sólarlítið var í Reykjavík í júní. Sólskinsstundirnar mældust aðeins 121,7 og er það 40 stundum undir meðal- lagi áranna 1961 til 1990 en 90 stundum undir meðaltali júnímánaða síðustu tíu ára. Svo sólarlítið hefur ekki verið í júní í Reykjavík síðan 1995, en tíu sinnum hafa sólskinsstundir mánaðarins þó orðið færri frá upphafi samfelldra sólskinsmæl- inga í Reykjavík 1923. Ekki ljúga tölur Veður- stofunnar Hvað svo sem höfuðborg- arbúum finnst um veðrið segir Veðurstofan – og styðst við bein- harðar tölur – að bærilega hlýtt hafi verið í veðri í borginni fyrstu sex mánuði ársins, meðal- hiti í Reykjavík þessa mánuði er 4,2 stig og er það 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Þetta er 16. hlýj- asti fyrri hluti árs frá upphafi samfelldra mælinga í Reykjavík 1871. Hvað svo sem tölfræðin segir finna höfuðborgarbúar það á eigin skinni og skapferli að það rignir nánast upp á hvern einasta dag – og framhald virðist ætla að verða þar á. Lægðir allar hafa ákveðið að taka sér far yfir landið bláa þetta sumarið og koma upp að því sunnan- og vestan- verðu með tilheyrandi úrfelli. Í slíku árferði er ekki um annað að ræða fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins en setja undir sig hausinn og sjóhatt á þann sama líkamspart. Ástandið hefur svo versnað, ef eitthvað er, í júlí. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur greindi frá því í við- tali við Ríkisútvarpðið að fyrri hluti mánaðarins hefði ekki aðeins verið blautur heldur líka kaldur. Meðalhit- inn í Reykjavík var 9,6 gráður. En ágúst er að sönnu allur eftir. Það má alltaf lifa í voninni. Jónas Haraldsson jonas@frettatíminn.is S kemmtiferðaskipið Queen Elisabeth mun koma til Íslands á mánudaginn og hafa viðkomu á Akureyri, Ísafirði og í Reykjavík. „Queen Elisabeth þykir mjög glæsilegt og virðulegt skip og er gjarnan kölluð drottning skemmti- ferðaskipanna. Það er því sérlega skemmtilegt og mikill heiður að fá það hingað til lands,“ segir Jóhann Bogason, deildarstjóri hjá TVG- Zimsen, sem þjónustar Queen Elisabeth á meðan skipið er í höfn á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem hin nýja Queen Elisabeth siglir til Ís- lands en skipið var smíðað árið 2010 og leysti þá forvera sinn af hólmi. Elísabet Bretadrottning gaf skipinu nafn við virðulega athöfn árið 2010. Skipið er 92 þúsund tonn og tekur rúmlega tvö þúsund farþega. Queen Elisabeth er mjög glæsilegt skip í alla staði og það væsir ekki um farþega um borð. Í skipinu er m.a. konunglegur dans- salur, tennisvellir, sundlaugar, líkamsræktarstöð, heilsulind og fjöldi verslana. Þá er einnig fjöldi glæsilegra veitingastaða um borð í skipinu. „Sumarið hefur gengið mjög vel miðað við allt umfangið,” segir Jóhann, „en við erum að sjá met í komum ferðamanna með skemmti- ferðaskipum hingað til lands nú í sumar.“ - jh Drottning skemmtiferðaskip- anna til Íslands á mánudag  Siglingar glæSiSkipið Queen eliSabeth Talsvert minni umferð var um Hellisheiði fyrstu tvær vikurnar í júlí miðað við sömu vikur í júlí árið 2012, eða sem nemur 7,3%, að því er Vegagerðin greinir frá. Virðist sam- drátturinn aðallega vera vegna minni umferðar um helgar og á föstudögum. Mun minni samdráttur er á öðrum vikudögum. Umferðin hefur að meðal- tali dregist saman um tæp 13% um helgar, að meðtöldum föstudögum, en 1,5% á öðrum dögum. Það sem af er sumri eða frá 1. júní er sam- drátturinn hins vegar um 1,3%. Aðeins meiri umferð var aftur á móti um Hvalfjarðargöng fyrstu tvær vikurnar í júlí borið saman við sömu vikur árið 2012 eða tæplega hálfu prósentustigi meiri. Ólíkt Hellisheiði virðist sá vöxtur fyrst og fremst verða til á virkum dögum, að frátöldum föstudögum. Umferðin hefur að meðaltali dregist saman um 1,3% um helgar og föstudögum en aukist um 2,1% á virkum dögum. Það sem af er sumri eða frá 1. júní, hefur umferðin aukist um tæplega 1,5%. - jh Minni umferð um Hellisheiði í júlí  rigningarSumar tölur og tilfinning fyrir veðri eru Sitt hvað Þolanlegar hitatölur en þetta gula vantar Íbúum höfuðborgarsvæðisins finnst sumarið hafa verið blautt og kalt. Veðurstofan viðurkennir bleytuna en trauðla kuldann – fyrr en nú í júlí. Sumarið í ár er smám saman að festa sig í sessi sem rigningarsumar sunnan- og vestanlands. www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. *Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Atvinnubílar Til afgreiðslu strax Fæst einnig fjórhjóladrifinn Caddy* kostar aðeins frá 3.090.000 kr. (2.642.151 kr. án vsk) HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Þetta er í fyrsta skipti sem hin nýja Queen Elisabeth siglir til Íslands en skipið var smíðað árið 2010. Elísabet drottning um borð í nöfnu sinni en hún gaf skipinu nafn. 8 fréttir Helgin 19.-21. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.